fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fréttir

Landhelgisgæslan flaug með COVID-19 sýni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 30. mars 2020 17:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhafnir Landhelgisgæslunnar höfðu í nógu að snúast um helgina, bæði við æfingar og útköll. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar fór í tvö útköll sem bæði voru vegna vélsleðaslysa.

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, æfði á Suðurlandi um helgina. Meðal annars var lent í Hrauneyjum, æft í Jökulgili og við Hrafntinnusker. Meðan æfingunni stóð var óskað eftir því að Landhelgisgæslan færi til Vestmannaeyja til að flytja mögulegt Covid-19 sýni til Reykjavíkur. TF-EIR fór rakleiðis til Eyja og sótti sýnið.

Á bakaleiðinni, þegar TF-EIR var við Þorlákshafnarveg, barst tilkynning um vélsleðaslys við Skíðaskálann í Hveradölum. Áhöfnin brást skjótt við og TF-EIR var lent á vettvangi um tveimur mínútum síðar. Hinn slasaði var fluttur á Landspítalann í Fossvogi.

Á sunnudag, var svo aftur óskað eftir aðstoð þyrlusveitar vegna vélsleðaslyss, nú við Veiðivötn. Tveir voru fluttir með TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, á Landspítalann til aðhlynningar.

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var sömuleiðis á flugi um helgina. Áhöfn hennar æfir reglulega ásamt því að sinna eftirlitsstörfum. Vélin flaug frá Bjargtöngum að Kötlutanga þar sem undanfarið hafa borist tilkynningar um olíublauta fugla á svæðinu. Engin mengun var sjáanleg en stefnt er að því að fara í annað mengunareftirlit á næstunni. Þá hafa þyrlur Landhelgisgæslunnar kannað staðbundin svæði vegna þessara tilkynninga en engin orsök hefur fundist.

Í fluginu lenti TF-SIF tvívegis í Vestmannaeyjum. Meðfylgjandi myndband sýnir aðflugið og lendinguna í fallegu veðri í Eyjum á laugardag.

Þá eru bæði varðskip Landhelgisgæslunnar, Þór og Týr, við eftirlit á hafinu. Týr er á suðvesturhorninu og Þór á Vestfjörðum. Áhöfnin á Tý æfði með áhöfn hafnsögubátsins Magna á fimmtudag. Á laugardag fann áhöfn skipsins öldumælisdufl sem losnaði út af Garðskaga í febrúar. Áhöfnin notaði gamaldags þríhyrnings miðunarleit og fann duflið loksins eftir nokkra leit. Í kjölfarið var nýtt Garðskagadufl sett á flot.

Áhöfnin á Þór æfði auk þess sem hún nýtti tímann við að huga vel að fallbyssu skipsins. Stefnt er að því að halda fallbyssuæfingu á næstu dögum, utan skipaleiða og veiðisvæða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar
Fréttir
Í gær

Wei Li var með ófalsaða mynt

Wei Li var með ófalsaða mynt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótel Saga bregst við aðstæðum: Hyggjast bjóða háskólanemum að leigja herbergi

Hótel Saga bregst við aðstæðum: Hyggjast bjóða háskólanemum að leigja herbergi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingimar ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti – Hefur sett tvær starfsmannaleigur á hausinn

Ingimar ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti – Hefur sett tvær starfsmannaleigur á hausinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“

Neyðarlínan kölluð á teppið – „Almenningur á skilið að það sé hlustað og brugðist við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti í netheimum eftir Kastljóssviðtalið við Kára

Allt á suðupunkti í netheimum eftir Kastljóssviðtalið við Kára
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýtt smit á Íslandi

Nýtt smit á Íslandi