fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Fréttir

Þorsteinn Már tekur aftur við Samherja

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. mars 2020 16:23

Þorsteinn Már Baldvinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Samherja hefur ákveðið að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa hjá fyrirtækinu og verði forstjóri við hlið Björgólf Jóhannssonar sem gegnir starfinu áfram. Verða því tveir forstjórar yfir Samherja.

Þorsteinn steig til hliðar í nóvember 2019 í kjölfar afhjúpana Kveiks hjá RÚV og Stundarinnar sem vöktu grunsemdir, svo ekki sé dýpra í árinni tekið, um mútugreiðslur til ráðamanna í Namibíu í skiptum fyrir fiskveiðikvóta. Samherni varpaði allri sök á uppljóstrarann í málinu, Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmann fyrirtækisins, sem hafði milligöngu um greiðslurnar, en hann staðhæfði að hann hefði verið að ganga erinda fyrirtækisins.

Í fréttatilkynningu Samherja um málið segir:

„Í nóvember 2019 ákvað Þorsteinn Már að stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri á meðan fram færi rannsókn á starfsemi dótturfélaga Samherja í Namibíu. Rannsóknin, sem er vel á veg komin, heyrir undir stjórn Samherja og er í höndum norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein. Stjórn Samherja fól Björgólfi Jóhannssyni að veita Wikborg Rein alla mögulega aðstoð í krafti stöðu sinnar sem starfandi forstjóri Samherja.“

Rannsókninni er semsagt ekki lokið en það er í ljósi kórónukrísunnar sem Þorsteinn snýr aftur til starfa, eða eins og segir í tilkynningunni:

„Þorsteinn Már Baldvinsson fær það verkefni að leiða aðgerðir Samherja vegna þeirra fáheyrðu aðstæðna sem eru uppi vegna útbreiðslu Covid-19. Stjórn Samherja telur að sterk forysta með ítarlega þekkingu á mannauði, veiðum, vinnslu, sölu, flutningum og öllum öðrum rekstri samstæðunnar muni skipta sköpum í þeim aðgerðum sem ráðast þarf í. Þorsteinn Már hefur áður stýrt Samherja í gegnum íslenska bankahrunið og alþjóðlegu fjármálakreppuna með framúrskarandi árangri. Stjórn Samherja telur því að enginn sé betur í stakk búinn að takast á við núverandi aðstæður,“ segir Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja.“

Segir jafnframt í tilkynningunni að rannsóknin á starfsemi Samherja í Namibíu haldi áfram óháð þessum breytingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Tjaldferðalag unglinga breyttist í martröð á Selfossi – „Þau voru grátandi inni í tjaldi, umkringd þessu ógeði“

Tjaldferðalag unglinga breyttist í martröð á Selfossi – „Þau voru grátandi inni í tjaldi, umkringd þessu ógeði“
Fréttir
Í gær

Gyða vissi ekki af réttarhöldunum – Hefur fengið hótanir

Gyða vissi ekki af réttarhöldunum – Hefur fengið hótanir
Fréttir
Í gær

Lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi

Lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi
Fréttir
Í gær

Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll

Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Huginn vinnur mál – Var kallaður „mikill viðbjóður“ og „sækó“

Huginn vinnur mál – Var kallaður „mikill viðbjóður“ og „sækó“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líklega dýrasta gisting á landinu

Líklega dýrasta gisting á landinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu listann í heild sinni – Þessi fyrirtæki nýta sér hlutabótaleiðina

Sjáðu listann í heild sinni – Þessi fyrirtæki nýta sér hlutabótaleiðina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga í Vesturbæ útaf hundapissi – Blóðug forsaga – „Ég hef líklega kallað það yfir mig“

Ólga í Vesturbæ útaf hundapissi – Blóðug forsaga – „Ég hef líklega kallað það yfir mig“