fbpx
Þriðjudagur 26.maí 2020
Fréttir

Börnin tekin af föðurnum – Drykkjuskapur og sóðalegt húsnæði meðal ástæðna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. mars 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Vesturlands um að faðir yrði sviptur forsjá tveggja barna sinna. Stefnandi er Barnaverndarnefnd. Í dómi Landsréttar var meðal annars litið til þess að börnin hefðu verið vistuð sjö sinnum utan heimilis föðurins og búið við langvarandi óstöðugleika og vanrækslu í umsjón hans. Talið var að málsgögn bentu ótvírætt til þess að hann skorti skilning á þörfum barnanna fyrir stöðugleika og öryggi. Talið var fullvíst að daglegri umönnun, uppeldi barnanna og andlegri heilsu þeirra væri stefnt í hættu undir forsjá föðurins.

Málið hefur velkst lengi í réttarkerfinu. Hafði Landsréttur áður staðfest dóm héraðsdóms en maðurinn skaut þá málinu til Hæstaréttar sem vísaði því aftur til Landsréttar á grundvelli þess að rétturinn hefði ekki verið skipaður sérfróðum meðdómsmanni. Börnin eru núna komin á unglingsaldur og segir Landsréttur að þau hafi vegna langvarandi óstöðugleika í umsjón áfrýjanda mikla þörf fyrir festu, vernd og öryggi á meðan æska þeirra varir.

Börnin mættu ekki í skólann

Í Héraðsdómi Vesturlands segir meðal annars um ástandið á föðurnum og heimilinu:

„Stefndi  var  fluttur  á  sjúkrahús 11.nóvember  2018  vegna  hjartaverks  og  var  þá  ölvaður. Stefndi var á  sjúkrahúsi til 16. sama mánaðar, er hann útskrifaði sig sjálfur gegn læknisráði. Á meðan höfðu börnin verið  í umsjón móðurömmu sinnar. […] að börnunum viðstöddum. Var hann undir áhrifum áfengis er það gerðist. Samkvæmt skýrslu lögreglu sem kom á staðinn var mikill skortur á hreinlæti á heimilinu er að var komið  og vart verjandi að bjóða börnum upp á að búa þar. Var börnunum enn komið fyrir hjá móðurfjölskyldu þeirra er þarna var komið sögu. Mánudaginn 19. nóvember voru börnin komin aftur til síns heima, til föður síns sem hafði útskrifað sig sjálfur af sjúkrahúsi. Þá mættu börnin ekki til skóla.”

Faðirinn var ekki sammála ýmsu sem barnaverndaryfirvöld héldu fram. Til dæmis væru fullyrðingar hennar um drykkjuskap hans ýkjur. Hann hefið bara drukkið eins og „eina rútu af bjór” um helgi sem teldist ekki mikið. Á tímabili lýsti sonur drengsins yfir vilja til að búa hjá föðurnum ef hann drykki ekki. Systir hans vildi hins vegar frekar búa á fósturheimili.

Manninum er enn fremur borið á brýn að hafa lagt það á herðar dóttur sinnar að sjá um yngri bróður sinn. Slíkt fyrirkomulag telst til vanræsklu og eru ekki þroskavænlegar aðstæður, að dómi sálfræðings sem vann matsskýrslu um málið.

 

 

 

 

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Tjaldferðalag unglinga breyttist í martröð á Selfossi – „Þau voru grátandi inni í tjaldi, umkringd þessu ógeði“

Tjaldferðalag unglinga breyttist í martröð á Selfossi – „Þau voru grátandi inni í tjaldi, umkringd þessu ógeði“
Fréttir
Í gær

Gyða vissi ekki af réttarhöldunum – Hefur fengið hótanir

Gyða vissi ekki af réttarhöldunum – Hefur fengið hótanir
Fréttir
Í gær

Lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi

Lögreglumenn urðu fyrir ofbeldi
Fréttir
Í gær

Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll

Í þrjár vikur fékk fólk færri hjartaáföll
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Huginn vinnur mál – Var kallaður „mikill viðbjóður“ og „sækó“

Huginn vinnur mál – Var kallaður „mikill viðbjóður“ og „sækó“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líklega dýrasta gisting á landinu

Líklega dýrasta gisting á landinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu listann í heild sinni – Þessi fyrirtæki nýta sér hlutabótaleiðina

Sjáðu listann í heild sinni – Þessi fyrirtæki nýta sér hlutabótaleiðina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga í Vesturbæ útaf hundapissi – Blóðug forsaga – „Ég hef líklega kallað það yfir mig“

Ólga í Vesturbæ útaf hundapissi – Blóðug forsaga – „Ég hef líklega kallað það yfir mig“