fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Fréttir

Veitingamenn slá skjaldborg um hugmyndir Áslaugar Örnu – Gæti bjargað sumum öldurhúsunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur veitingamanna hefur skrifað undir yfirlýsingu sem stíluð er á forsætisráðherra, fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra. Þar er lýst yfir einlægum stuðningi við hugmyndir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um aukið frelsi í áfengisverslun og áform hennar um framlagningu lagafrumvarps þar sem netverslun með áfengi er heimiluð.

Tillagan er umdeild og hefur Áslaug Arna verið gagnrýnd harðlega fyrir hana.

Sjá einnig: Áslaug Arna gagnrýnd harðlega fyrir áfengisáróður

Veitingamennirnir segja hins vegar að þessi lagabreyting gæti orðið einhverjum veitingahúsum sem annars færu á hausinn til bjargar. Þeir segja í yfirlýsingu sinni:

Við, undirritaðir veitingamenn stöndum eins og aðrir landsmenn frammi fyrir áður óþekktu ástandi. Líklegt má telja að margir innan okkar raða munu tapa sínum fyrirtækjum ef fer sem horfir. Flestir reyna þó að aðlaga sig breyttum aðstæðum, bjóða upp á heimsendingaþjónustu sem og heimtöku (take away) auk snertilausra viðskipta og svo mætti áfram telja. Framlegðin er ekki mikil en við viljum þjónusta okkar viðskiptavini hér eftir sem hingað til og freista þess að koma fyrirtækjum okkar í var sem og störfum þeim tengdum, meðan stormurinn gengur yfir.

Í dómsmálaráðuneytinu er tilbúið frumvarp um netverslun með áfengi sem enn hefur ekki verið leitt í lög. Við krefjumst þess af stjórnvöldum að frumvarpið verði sett í flýtimeðferð og það samþykkt með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi eru í samfélaginu. Sala léttvíns og bjórs samhliða veitingasölu á netinu gæti reynst sem lítill plástur á svöðusár veitingastaða um þessar mundir. Þótt aðgerðin sé minniháttar (og löngu timabær) gæti innleiðing laga um að heimila netverslun með áfengi skilið milli feigs og ófeigs hjá fjölda veitingamanna. Þar að auki myndi innleiðingin styrkja innlenda framleiðslu sem mun þá loks sitja við sama borð og erlendir keppinautar.

Einokun ríkisins í þessum málaflokki gengur að okkar mati gegn þeirri samfélagslegu ábyrgð sem yfirvöldum ber að sýna við núverandi aðstæður. Því er þess einnig óskað, til þrautavara, nái frumvarpið ekki fram að ganga, að sett verði bráðabirgðaákvæði líkt og nágrannalönd okkar og aðrir hafa þegar gert. Slíkt ákvæði myndi heimila vínveitingaleyfishöfum heimsendingu á áfengi með mat á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Lögreglan grípur til hertari aðgerða – „Þetta er auðvitað leið sem við vonuðumst að við þyrftum ekki að fara“

Lögreglan grípur til hertari aðgerða – „Þetta er auðvitað leið sem við vonuðumst að við þyrftum ekki að fara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Play ræður inn kanónu úr flugbransanum

Play ræður inn kanónu úr flugbransanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir nauðsynlegt að læra að lifa með COVID – „Gætum alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein“

Segir nauðsynlegt að læra að lifa með COVID – „Gætum alveg eins ákveðið að hætta meðhöndla alla sem fá krabbamein“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir