fbpx
Mánudagur 06.apríl 2020
Fréttir

Sakfelldur fyrir hrottalegar misþyrmingar og nauðgun á kærustu sinni – „Shit maður. Ég fokking lamdi hana“.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 12:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem fæddur er árið 1993 var í morgun dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hrottafullt ofbeldi í nánu sambandi, misþyrmingar, frelsissviptingu og nauðgun.

Manninum var gefið að sök að hafa föstudagskvöldið 29. júní og aðfaranótt laugardagsins 30. júní ráðist að kærustu sinni með ofbeldi á malarplani og inni í bíl á planinu, haft við hana samræði og önnur kynferðismök án hennar samþykkis með því að beita hana ofbeldi og hótunum, og svipt hana frelsi í að minnsta kosti 2-4 klukkustundir.

Hann er sagður hafa slegið hana að minnsta kosti einu sinni í andlitið, hótað henni og fyrrverandi eiginmanni hennar ítrekað lífláti, tekið hana ítrekað kverkataki, sparkað í hana, nauðgað henni í leggöng og reynt að nauðga henni í endaþarm.

Tilefni ofbeldisins voru samskipti konunnar við fyrrverandi eiginmann sinn en hinn ákærði varð mjög reiður yfir því að hún hefði farið á heimili eiginmannsins fyrrverandi og eldað mat fyrir hann og börn þeirra. Kom þetta fram í vitnaleiðslum. Þar segir meðal annars frá því að hinn ákærði hafi í kjölfar árásarinnar hringt í vin sinn og sagt orðrétt: „Shit maður. Ég fokking lamdi hana. Ég fokking lamdi hana. Ég bara snappaði.“

Ákærði neitaði sök og gerði lítið úr atvikinu fyrir dómi. Þótti framburður hans ekki trúverðugur. Framburður brotaþola þótti hins vegar trúverðugur og gögn studdu framburð hennar. Heilbrigðisstarfsmaður sem framkvæmdi réttarlæknisfræðilega skoðun á konunni sagði þá áverka sem hún var með ekki samrýmast því að hún hefði stundað venjulegt kynlíf.

Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Hann var einnig dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur og rúmlega tvær milljónir í sakarkostnað.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Andlát – Gissur Sigurðsson

Andlát – Gissur Sigurðsson
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki fjölgun í Kvennaathvarfinu þrátt fyrir fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi

Ekki fjölgun í Kvennaathvarfinu þrátt fyrir fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Enn vantar hjúkrunarfræðinga á Vestfirði

Enn vantar hjúkrunarfræðinga á Vestfirði
Fréttir
Í gær

Þórólfur ánægður: „Við erum undir bestu kúrvu sem er bara mjög ánægjulegt“

Þórólfur ánægður: „Við erum undir bestu kúrvu sem er bara mjög ánægjulegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjarni Ben móðgaðist og Morgunblaðið kemur til varnar

Bjarni Ben móðgaðist og Morgunblaðið kemur til varnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil ánægja sögð ríkja með Steinunni á Akranesi: „Fyrri skólameistari gat ekki klárað þetta á fimm árum“

Mikil ánægja sögð ríkja með Steinunni á Akranesi: „Fyrri skólameistari gat ekki klárað þetta á fimm árum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Össur framleiðir ferðahjúp fyrir Covidsjúklinga á mettíma

Össur framleiðir ferðahjúp fyrir Covidsjúklinga á mettíma
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Covid-19 er Tsjernobyl hjúkrunarfræðinga“

„Covid-19 er Tsjernobyl hjúkrunarfræðinga“