fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Fréttir

Dómur í nauðgunarmáli vekur mikla reiði – Á að hafa haft samfarir sjálfviljug á milli þess sem maðurinn barði hana

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 11:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir ofbeldi gegn unnustu sinni, fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Maðurinn var hins vegar sýknaður af ákæru um nauðgun gegn kærustunni þó að meint kynferðisbrot hafi átt sér stað á sama tíma og misþyrmingarnar og hafið sé yfir vafa að samfarir hafi átt sér stað.

Dóminn má lesa hér en í ákæru frá 19. október segir að maðurinn hafi meðal annars slegið kærustu sína ítrekað í andlit, kýlt hana ítrekað í höfuð, axlir og bak, togað í hár hennar, kastaði í hana logandi sígarettu, sparkað í maga hennar, bak og aftanvert læri, hent henni utan í svefnherbergishurð, rifið hana úr fötum og hótað henni lífláti. Í ákæru var jafnframt staðhæft að ákærði hefði í kjölfar þessara misþyrminga haft samfarir við konuna gegn vilja hennar.

Maðurinn neitaði því að samfarirnar hefðu verið gegn vilja konunnar. Við niðurstöðu var stuðst við þann framburð þolandans við lögregluyfirheyrslu að hún hefði samþykkt mökin til að losna við manninn í burtu.

Dómurinn hefur vakið hörð viðbrögð í lokuðum hópum þolenda á Facebook en einnig verið nokkuð í almennri umræðu. Virkur femínisti sem DV hafði samband við og hefur meðal annars setið í stjórn Kvennaathvarfsins, segir dóminn vera enn eitt dæmið um að dómara hér á landi skorti fræðslu um heimilisofbeldi. Dómarar hafi til þessa afþakkað slíka fræðslu og borið við að hún myndi skerða sjálfstæði þeirra. Konan bendir á að aðilar sem veita þessa fræðslu, t.d. Bjarkarhlíð og Kvennaathvarfið, starfi samkvæmt gagnreyndum aðferðum og rannsóknum. „Þetta starf er alls ekki bara skipulagt út í loftið.“

„Þetta lýsir bara ótrúlegri vanþekkingu dómara um eðli ofbeldis og afleiðingar,“ segi þessi kona um dómsniðurstöðuna. „Það eru margar reiðar en því miður þá erum við margar orðnar svo þreyttar á þessu að við erum hættar að reiðast, fyllumst bara sorg og þreytu.“

Í umræðum um dóminn segir meðal annars ein kona:

„Hversu mörgum konum þarf að misþyrma áður en dómarar hætta að samþykkja nauðgun sem hluta af menningunni? Er þetta bara í lagi af því að hún „samþykkti“ eða „lagði til“ – ég sé engan mun á þessari túlkun og því að segja konur kalla yfir sig nauðgun með klæðnaði. Ég hata svo innilega þessa menningu sem er viðhaldið af yfirvöldum einmitt svona.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fordómafull umræða um hinsegin dagskrá RÚV sýnir fram á mikilvægi Hinsegin daga

Fordómafull umræða um hinsegin dagskrá RÚV sýnir fram á mikilvægi Hinsegin daga
Fréttir
Í gær

Smit í Vestmannaeyjum – Aðgerðarstjórn virkjuð

Smit í Vestmannaeyjum – Aðgerðarstjórn virkjuð
Fréttir
Í gær

Virk smit kominn yfir hundrað – 17 greindust á síðasta sólarhring

Virk smit kominn yfir hundrað – 17 greindust á síðasta sólarhring
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður greindur með Covid-19 – 18 sendir í sóttkví

Lögreglumaður greindur með Covid-19 – 18 sendir í sóttkví
Fréttir
Í gær

Lofaði að endurgreiða helminginn en fór á hausinn

Lofaði að endurgreiða helminginn en fór á hausinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víðförull þjófur handtekinn – Innbrot og umferðaróhöpp

Víðförull þjófur handtekinn – Innbrot og umferðaróhöpp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungt fólk áberandi meðal COVID-smitaðra – „Er í alvörunni nauðsynlegt að djamma??“

Ungt fólk áberandi meðal COVID-smitaðra – „Er í alvörunni nauðsynlegt að djamma??“