fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Ásta vill fresta öllum launahækkunum – Annað væri skortur á samstöðu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 25. mars 2020 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, vill fresta öllum fyrirhuguðum launahækkunum vegna kórónukreppunnar, að minnsta kosti fram á árið. Þetta kemur fram í grein Ástu í Markaðnum í Fréttablaðinu í dag. Ásta skrifar:

„Ljóst er að útbreiðsla kórónaveirunnar og ráðstafanir til að hamla útbreiðslu hennar hafa þegar haft víðtæk efnahags- og samfélagsleg áhrif. Þessi áhrif munu aðeins aukast á næstu vikum. Ferðaþjónustan er nánast í alfrosti, henni fylgja mörg afleidd störf sem tapast, auk þess sem einkaneysla og fjárfesting dregst saman. Áhrifanna gætir í nær öllum atvinnugreinum um allt land.“

Ásta bendir á að við þessar aðstæður aukist atvinnuleysi verulega. Eðlilegra sé á þessu samdráttarskeiði að vinna að því halda störfum en hækka laun. Allt annað sé skortur á samstöðu. Ásdís segir enn fremur:

„Að óbreyttu mun launakostnaður hækka um tugi milljarða á ársgrundvelli miðað við fyrirliggjandi launahækkanir. Hafa íslensk fyrirtæki efni á því í núverandi árferði? Einfalda svarið við þeirri spurningu er: Nei. Um þessar hækkanir var samið við allt aðrar aðstæður en uppi eru nú. Mætti ekki a.m.k. slá þeim á frest en skoða um leið hvort að einhverjumarki megi verja þá sem lægstu launin hafa?“

Ásta segir að tími almennra launahækkana verði einfaldlega að bíða, jafnt á almennum markaði sem hjá ríki og sveitarfélögum. Nýlega skrifaði Efling undir samninga við sveitarfélög eftir verkföll og mjög erfiðar samningaviðræður. Jafnframt skrifuðu BSRB og fleiri samtök opinberra starfsmanna undir samninga. Lífskjarasamningarnir fyrir almenna markaðinn voru gerðir í fyrravor en þar eru inni launahækkanir sem eiga að koma inn á þessu ári. Nýlega skrifuðu blaðamenn síðan undir kjarasamninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu