fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Tugmillljónagreiðslur til lykilstarfsmanns GAMMA kærðar til lögreglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 20:17

GAMMA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eignir sjóða fjárfestingarfélagsins GAMMA skruppu saman úr 5,2 milljörðum króna niður í um 40 milljónir króna á aðeins hálfu ári. Við rannsókn á því hvað kunni að hafa valdið þessu hafa menn meðal annars grafið upp tugmilljóna króna leynilegar greiðslur byggingaverktaka til lykilstarfsmanns GAMMA. Fyrirtækið hefur nú kært þessar greiðslur til lögreglu.

Fjallað er um málið í fréttaskýringaþættinum KVEIK á RÚV í kvöld.

Í texta KVEIKS um þáttinn segir meðal annars:

„Í kynningu, sem Kvika banki gerði fyrir furðu lostna fjárfesta Novus-sjóðsins í október 2019, var milljarðahvarfið skýrt þannig að milljarður hefði horfið vegna þess að fasteignir, sem byggðar höfðu verið, voru hreint ekki eins verðmætar og fullyrt hafði verið.

Nærri tveir milljarðar töpuðust vegna dýrra lána. Svo virðist sem gleymst hafi að gera ráð fyrir vaxtagreiðslum.

Ekki minni furðu vekur að heilir tveir milljarðar króna hurfu úr áætluðum eignum sjóðsins, þegar í ljós kom að fullyrðingar um hversu mikið var búið að byggja stóðust ekki. Þannig hafði bæði verið bókað og borgað fyrir framkvæmdir sem aldrei urðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Adam ákærður fyrir stórfelld brot

Adam ákærður fyrir stórfelld brot
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“