fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Gul vesti fyrir fólk í sóttkví

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gul sóttkvíarvesti hafa selst vel hjá Heimkaup.is sem hóf sölu á vestunum fyrir viku. Þau hafa verið vinsæl meðal göngu og hlaupahópa að sögn Guðmundar Magnasonar hjá Heimkaup.is. Á vestunum er áletrun: Í sóttkví – 2 metrar.

Hugmyndin kviknaði hjá hjónunum Fjölvari Darra Rafnssyni og Önnu Lindu Magnúsdóttur þegar þau voru heima í sóttkví eftir hjólaferð til Kanaríeyja. ,,Við vorum með 32 hjólasnillingar á vegum Karenar Axelsdóttur og Ágústu Eddu Björnsdóttur í Hreyfingu. Allur hópurinn var að sjálfsögðu settur í sóttkví við heimkomu en við höfum verið dugleg að hreyfa okkur og að sjálfsögðu í vestunum. Sem betur fer eru allir einkennalausir á 9 degi í sóttkví,“ segir Darri.

,,Við létum framleiða vestin og setja þau í sölu á Heimkaup.is. Við viljum með þessu létta fólki sem er í sóttkví lífið þannig að að geti fari út að hreyfa sig vel merkt. Vestin hafa verið mjög vinsæl hjá okkur. Við vorum fyrst með vestin á markað fyrir viku og síðan hafa aðrir aðilar látið framleiða sambærileg vesti og sett í sölu. Fólk hefur tekið mjög vel í þetta sem mætir okkur hvort sem það er uppi á fjalli, á hjólum eða á hlaupum,“ segir Darri og bætir við að  ágóðinn af sölunni muni renna til Landspítalans til tækjakaupa vegna Covid-19 veirunnar en vestin kosta 2.490 kr. stykkið á Heimkaup.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips

Viðbúnaður vegna vélarvana flutningaskips
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið

Einfætt íþróttakona ósátt við að þurfa að kaupa skópar hjá Nike – Þarf að henda helmingnum í ruslið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Íranir vilji ekki stigmögnun átaka en hafi viljað senda sterk skilaboð

Segir að Íranir vilji ekki stigmögnun átaka en hafi viljað senda sterk skilaboð