fbpx
Þriðjudagur 07.júlí 2020
Fréttir

GAMMA bregst við umfjöllun KVEIKS – Framkvæmdastjórinn skýrir málið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 21:05

GAMMA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Máni Atlason, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins GAMMA, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar KVEIKS um málefni fyrirtækisins. Meðal annars var kafað ofan í ótrúlegt hrun á eignum fyrirtækisins á aðeins hálfu ári og sagt frá tugmilljóna króna leynilegum greiðslum verktaka til eins lykilstarfsmanns fyrirtækisins. Sá gjörningur hefur verið kærður til lögreglu.

Sjá einnig: Tugmilljónagreiðslur til lykilstarfsmanns GAMMA kærðar til lögreglu

Máni segir meðal annars í yfirlýsingu sinni að verulegt ofmat hafi komið í ljós áf raunframvindu fasteignaverkefna sem skýri að hluta versnandi eignastöðu. Einnig segir að óháður aðili hafi yfirfarið rekstur GAMMA en yfirlýsingin er eftirfarandi:

Í sjónvarpsþættinum Kveik, sem sýndur var fyrr í kvöld, voru birtar nýjar upplýsingar og gögn sem tengjast rekstri Upphafs fasteignafélags, sem er í eigu fagfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus, á árunum 2015-2019. Um er að ræða nýjar upplýsingar um orsakir rekstrarvandræða Upphafs sem í ljós komu á síðari hluta árs 2019 eftir að nýir stjórnendur tóku til starfa hjá GAMMA.

Núverandi forsvarsmenn GAMMA voru upplýstir um efnisatriði þáttarins skömmu áður en hann var sendur út. Rannsókn málsins heyrir undir viðeigandi yfirvöld og hefur GAMMA tilkynnt embætti héraðssaksóknara um atvik málsins. GAMMA mun jafnframt, fyrir hönd eigenda fagfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus og lánveitenda, sem eru fjöldi fjárfesta, kanna rétt til bóta úr höndum þeirra sem í hlut eiga.

Yfirstjórnandi Upphafs, sem til umfjöllunar var í þættinum, lét af störfum hjá Upphafi í ársbyrjun 2019. Í kjölfar kaupa Kviku banka á öllu hlutafé GAMMA tók nýtt stjórnendateymi til starfa hjá GAMMA á seinni helming árs 2019. Við skoðun nýs teymis kom í ljós að nauðsynlegt var að færa niður virði fagfjárfestasjóðsins GAMMA: Novus, sem er í rekstri GAMMA og sérhæfir sig í fasteignaverkefnum á höfuðborgarsvæðinu. Við skoðun nýrra stjórnenda kom í ljós verulegt ofmat á raunframvindu fasteignaverkefna Upphafs, samanborið við útlagðan framkvæmdakostnað, auk þess sem félagið glímdi við alvarlegan lausafjárskort.

Þessi staða kallaði á fjárhagslega endurskipulagningu Upphafs til að tryggja framgang verkefna.  Samstarfi við þann verktaka, sem til umfjöllunar var í þætti Kveiks, var jafnframt slitið í tveimur stærstu framkvæmdaverkefnum Upphafs. Framkvæmdir eru hafnar að nýju á þeim verkstöðum í samstarfi við aðra verktaka, á grundvelli samninga í kjölfar þess að leitað var tilboða í verkin. Framkvæmdir á þessum verkstöðum ganga nú samkvæmt áætlun.

Samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu Upphafs sl. haust var leitað til óháðs aðila til að yfirfara rekstur GAMMA: Novus á síðustu árum svo upplýsa megi eigendur hlutdeildarskirteina í sjóðnum og kröfuhafa rekstur sjóðsins á undanförnum árum. Endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton var fengið til verksins og liggja bráðabirgðaniðurstöður þeirrar rannsóknar fyrir og verða þær kynntar hagsmunaðilum á næstu vikum. Hjá GAMMA er áhersla lögð á að upplýsa fjárfesta um hvernig starfsemi sjóðsins var háttað og grípa til viðeigandi ráðstafana á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram koma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kona slasaðist í Reykjadal – MYNDIR

Kona slasaðist í Reykjadal – MYNDIR
Fréttir
Í gær

Ásmundur hvetur fólk í klóm smálána til að leita til sín – „Þetta er algjört ógeð“

Ásmundur hvetur fólk í klóm smálána til að leita til sín – „Þetta er algjört ógeð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Konan sem leitað var að fannst látin

Konan sem leitað var að fannst látin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að þetta þurfi að laga á Íslandi til að vinna gegn spillingu

Segir að þetta þurfi að laga á Íslandi til að vinna gegn spillingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maríu enn saknað – Björgunarsveitir kallaðar út

Maríu enn saknað – Björgunarsveitir kallaðar út
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglustjórakapall Áslaugar heldur áfram – Páley nýr lögreglustjóri á norðausturlandi

Lögreglustjórakapall Áslaugar heldur áfram – Páley nýr lögreglustjóri á norðausturlandi