fbpx
Þriðjudagur 07.apríl 2020
Fréttir

Tommi á Búllunni tekur þingmenn í bakaríið – „Stikkfrí frá fjárhagslegum áhyggjum því ríkið borgar bara“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. mars 2020 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Andrés Tómasson, vert á Hamborgarabúllunni og yfirleitt kallaður Tommi á Búllunni, gefur þingmönnum illa á baukinn og spyr hví þeir taki ekki á sig launalækkun í ljósi COVID-plágunnar. Þetta hefur Eiríkur Jónsson eftir honum:

„Á Alþingi eru starfandi 63 þingmenn þar á meðal 10 ráðherrar með allt að 20 aðstoðarmenn og fullt af fólki sem tengist þinginu og stjórn ráðuneytanna. Í dag er þetta fólk allt á fullum launum, sem teljast ansi góð jafnvel talin ofurlaun.“

Tommi segir að það væri gott fyrsta skref að þingmenn tækju á sig launalækkun í ljósi vinnuframlags þeirra. „Þar sem Alþingi er ekki að vinna á fullum afköstum væri þá ekki eðlilegt að laun þessa fólks væru lækkuð í hlutfalli við vinnuframlag og þessir einstaklingar myndu fá greitt samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar um greiðslur atvinnuleysisbóta? Þá myndi hver og einn taka þátt i þessari krísu sem þjóðin er að ganga í gegnum og taka á sig launalækkun. Það myndi undirstrika það að við eru öll saman í þessu,“ segir Tommi.

Hann spyr hvort þetta væri ekki eðlilegt. „Væri það ekki þægilegri tilfinning að finna að þeir sem eru að taka ákvarðanir séu tilbúnir að axla byrðarnar til jafns við aðra en séu ekki stikkfrí frá fjárhagslegum áhyggjum því ríkið borgar bara?,“ spyr Tommi.

Að lokum bætir hann því við að heilbrigðisstarfsfólk ætti að fá launahækkanir. „Að sama skapi væri þá ekki eðlilegt að ákvörðun yrði tekin um að það fólk sem stendur núna í víglínunni, heilbrigðisstarfsfólk og þeir fjölmörgu aðrir sem standa vaktina og eru tilbúir að taka áhættu með heilsu sína og velferð fjölskyldu sinnar til að halda uppi starfhæfu heilbrigðiskerfi og tryggja okkur nú sem fyrr bestu mögulegu umönnun komi til þess að við þyrftum á aðhlynningu þeirra að halda, fái álagsgreiðslur sem væru í samræmi við það margfalda álag sem þessar aðstæður skapa þeim? Bara svo að ég skilji.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kona fannst látin í Hafnarfirði – Tveir handteknir vegna málsins

Kona fannst látin í Hafnarfirði – Tveir handteknir vegna málsins
Fréttir
Í gær

Risaköngulær á Íslandi

Risaköngulær á Íslandi
Fréttir
Í gær

Enn vantar hjúkrunarfræðinga á Vestfirði

Enn vantar hjúkrunarfræðinga á Vestfirði
Fréttir
Í gær

Þórólfur ánægður: „Við erum undir bestu kúrvu sem er bara mjög ánægjulegt“

Þórólfur ánægður: „Við erum undir bestu kúrvu sem er bara mjög ánægjulegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi COVID-sjúklingur opnar sig um veikindin: „Mér brá verulega“

Fyrrverandi COVID-sjúklingur opnar sig um veikindin: „Mér brá verulega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest smit 1417 og tæplega 12 þúsund hafa lokið sóttkví

Staðfest smit 1417 og tæplega 12 þúsund hafa lokið sóttkví