fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Fréttir

Líf Söru snérist við þegar hún fékk símtalið – „Hvað gerði ég rangt?“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 23. mars 2020 15:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ, segir það hafa verið undarlega tilfinningu að fá COVID-19 símtalið. Allt í einu snarsnerist líf hennar við. „Ég kom inn á hlaupum eftir annasaman dag, síminn hringdi og allt er breytt,“ segir hún í pistli á Vísi.

Sara segist hafa fylgst grannt með þróun mála frá því að fyrsta smitið barst hingað til lands. Henni fannst hún vera furðu heppin að hafa ekki sjálf verið í einni af þessum skíðaferðum þar sem fólk var að smitast. „Frá fyrsta skipti urðu fundirnir með Ölmu, Víði og Þórólfi eitthvað sem ég gat ómögulega misst af. Ég fylgdist með stíganda, fjölgun smita og ákvörðunum sem teknar voru og áhrifum þeirra. Ég fagnaði þátttöku Kára Stef og skráði mig strax í tékk því mér fannst einhvern veginn svo mikilvægt að taka þátt, stækka þýðið og sýna samfélagslega ábyrgð. Áfram gakk. Gerum þetta saman.“

„Hvað gerði ég rangt?“

„Svo breyttist allt,“ segir Sara. „Tilfinningin að lenda í lyftu með fullt af fólki varð undarleg, hurðarhúna hætti ég ósjálfrátt að snerta og mig langaði einhvern veginn bara að vera um kyrrt. Svo kom veiran og allt mitt fólk komið í sóttkví. Þá voru þetta mín eigin örlög. Ég var ekki lengur áhorfandi úr fjarlægð. Heldur var mér kippt inn í Covid veröldina sjálfa með fjölda manns í eftirdragi.“

Sara segir tilfinninguna hafa verið vonda að komast að því að hún var með eitt af þeim 158 smitum sem voru greind á þessum tíma. „Hvað gerði ég rangt? Hafði ég ekki tekið tilmælunum nógu alvarlega? Var ég búin að vera svona kærulaus eftir allt saman? Hvers konar ábyrgðarleysi er þetta? Hvernig gat ég verið komin með þessa veirulufsu? Ég?!“

„Við erum misviðkvæm fyrir þessu ástandi“

Sara segist vita að þetta séu spurningar og tilfinningar sem fleiri eru að kljást við. „Því finnst mér mjög mikilvægt að segja frá, vera opin og deila þessari upplifun. Því við ætlum að fara í gegnum þetta saman. Og það eiga svo ótal margir eftir að koma á eftir mér og okkur sem nú erum með veiruna. Burt með samviskubitið og deilum reynslunni. Hún er einstök í sögunni.“

Sara segir að við sem samfélag séum að fást við það að allt er gjörbreytt. „Hegðunarmynstur okkar er breytt þar sem nálægðin við fólkið okkar er skert. En einhvern veginn aðlögumst við breyttum aðstæðum á ógnarhraða. Rafræn veröld er orðin veröldin okkar allra. Hálf þjóðin farin að nota Teams-samskiptaforritið til þess að geta einfaldlega haldið áfram á meðan þessi holskefla gengur yfir,“ segir hún

„Við erum öll sem eitt að bregðast við, bjarga okkur og leysa úr málum. Saman. Og það er svo magnað, mikilvægt og gott. Gott fyrir sálina og okkur sem samfélag. Hlúum vel að hvert öðru, við erum misviðkvæm fyrir þessu ástandi, veirunni og því sem henni fylgir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Fréttir
Í gær

Sæðisbanki í Reykjavík auglýsir eftir sæðisgjöfum – „Gefðu gjöf í dag“

Sæðisbanki í Reykjavík auglýsir eftir sæðisgjöfum – „Gefðu gjöf í dag“
Fréttir
Í gær

Tug milljóna króna tjón viðskiptavina Landsbankans vegna ástarsvika

Tug milljóna króna tjón viðskiptavina Landsbankans vegna ástarsvika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smit á tveimur íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk

Smit á tveimur íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hefur þjóðin að segja – „Fullur af skömm og viðbjóði yfir því að vera Íslendingur“

Þetta hefur þjóðin að segja – „Fullur af skömm og viðbjóði yfir því að vera Íslendingur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egypska fjölskyldan finnst ekki

Egypska fjölskyldan finnst ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Illskan hefur sigrað“ – „Því mun fylgja frekari áföll og örvænting um árabil“

„Illskan hefur sigrað“ – „Því mun fylgja frekari áföll og örvænting um árabil“