fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur kominn í sóttkví – „Smitrakningarteymið hafði samband í gær“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 23. mars 2020 10:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra er kominn í sóttkví. Guðmundur greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

„Ég er kominn í sóttkví, en samstarfskona mín í ráðuneytinu greindist með kórónaveiruna og smitrakningarteymið hafði samband í gær. Ég hef ekki fundið fyrir neinum einkennum og líður vel,“ segir Guðmundur.

Hann segir að hugur hans þessa dagana ssé hjá þeim sem eru veik og hjá öllu heilbrigðisstarfsfólkinu okkar, kennurum, almannavörnum og öðrum sem halda grunnþjónustunni gangandi. „Ég tek hatt minn ofan fyrir ykkur öllum!“

„Við komumst í gegnum þetta saman“

„Nú er bara að aðlaga sig nýjum aðstæðum,“ segir Guðmundur en hann fór til að mynda ekki á ríkisstjórnarfund í gær. Nú tekur við hjá Guðmundi að vinna að heiman, sem hann segir vera lítið mál með fjarfundi og tölvu.

„Elsku vinir, farið vel með ykkur og hugsið vel hvert um annað. Ég ætla að hringja í að minnsta kosti einn vin á dag til að heyra í þeim hljóðið. Við komumst í gegnum þetta saman. Rafrænt knús á línuna“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis