fbpx
Laugardagur 04.júlí 2020
Fréttir

Guðmundur biður landsmenn um að gefa föngum leikjatölvurnar sínar

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 23. mars 2020 19:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, hvetur landsmenn til að gefa föngum leikjatölvur og tölvuleiki til að viðhalda andlegri heilsu fanganna. Þetta kemur fram í pistli Guðmundar sem birtist á vef Afstöðu.

„ „Haldið ykkur heima og spilið tölvuleiki,“ voru skilaboðin frá ítölskum bæjarstjóra á dögunum þar sem hann biðlaði til íbúa bæjarins að virða útgöngubann. Fleiri ráðamenn hafa gert slíkt hið sama og dagblöð á borð við New York Times og Guardian nýverið birt umfjallanir um gagnsemi tölvuleikja á meðan COVID-19 veiran er á sveimi. Þar kom fram að tölvuleikir geti verið skemmtilegir, þeir veiti ánægju en ekki síst huggun á þessum erfiðu tímum, jafnt fullorðnum og börnum.

Í fangelsum landsins er staðan þannig þessa dagana að lítið sem ekkert er um að vera. Öll starfsemi hefur verið skorið niður til þess að vernda þá sem afplána dóma sína en kostnaðurinn við þær aðgerðir er sá að fangar eru meira og minna einir inni á klefum sínum, mestan hluta sólarhringsins. Þetta hefur gríðarleg áhrif á geðheilsu fanga og rannsóknir sýnt að einangrun hefur miklar líkamlegar, tilfinningalegar, andlegar og hugrænar afleiðingar.“

Í pistlinum segir að margir fangar séu ekki svo lánsamir að hafa tölvu og þar af leiðandi hafi þeir nánast ekkert að gera. Því óskar Afstaða eftir tölvum Í lagi er að þær séu gamlar og leikirnir sem fylgja fáir. Mikilvægast sé að þær virki.

„Þrátt fyrir að margir hverjir hafi þeir leikjatölvu til að grípa í eru ekki allir fangar svo lánsamir og hafa því gott sem ekkert við að vera og enginn veit hversu lengi.

Afstaða óskar af þessum ástæðum liðsinnis almennings og fyrirtækja, en á mörgum heimilum leynast leikjatölvur sem standa ónotaðar. Þessar leikjatölvur gætu gert kraftaverk þegar kemur að andlegri heilsu fanga um þessar mundir. Ekki skiptir máli hvort leikjatölvunnar séu nýjar eða gamlar, hvort þeim fylgja margir eða fáir leikir. Ef þær virka þá munu þær nýtast í fangelsum landsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

64 mál á borð lögreglunnar í gærkvöldi og nótt

64 mál á borð lögreglunnar í gærkvöldi og nótt
Fréttir
Í gær

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað
Fréttir
Í gær

Misþyrmdi barnsmóðurinni fyrir framan dótturina

Misþyrmdi barnsmóðurinni fyrir framan dótturina
Fréttir
Í gær

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri kona fær engar bætur eftir martröð í Endurvinnslunni

Eldri kona fær engar bætur eftir martröð í Endurvinnslunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nöfn þeirra sem létust í umferðarslysi á Kjalarnesi

Nöfn þeirra sem létust í umferðarslysi á Kjalarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu bát í vanda

Björguðu bát í vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þungar áhyggjur af brunavörnum – Ringulreið, hreppapólitík og pissukeppni

Þungar áhyggjur af brunavörnum – Ringulreið, hreppapólitík og pissukeppni