fbpx
Föstudagur 03.apríl 2020
Fréttir

Fær fólk útborgað um mánaðamótin?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 23. mars 2020 08:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fram undan er krappur dans í rekstri fyrirtækja. Víða hafa tekjurnar þurrkast upp, en gjöldin ekki. Þegar líður að mánaðamótum hrannast upp gjalddagarnir, laun, húsaleiga, greiðslur fyrir aðföng og aðkeypta þjónustu. Ekki þarf að útlista að keðjuverkun hefst fljótt ef greiðslufall verður meðal fyrirtækja,“ segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, í leiðara blaðsins í dag, en þar ræðir hann um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn COVID-19 veirunnar og veltir upp hvort þær aðgerðir geti forðað fyrirtækjum frá greiðsluþroti á næstu mánuðum. Jón segir að bregðast þurfi hratt við áður en allt hleypur í hnút:

„Nokkrum aðgerðum ríkisstjórnarinnar er beint að þessari stöðu. Frestur á skilum staðgreiðslu sem fyrirtækin halda eftir af launum starfsmanna og frestur á greiðslu tryggingagjalds eru dæmi um það. Ekki virðast hugmyndir sem voru á sveimi fyrir helgina, um frest skila á innheimtum virðisaukaskatti, hafa fengið hljómgrunn, sem hefði í þessari stöðu verið til mikilla bóta. Það mun reynast mörgum fyrirtækjum í fjölda atvinnugreina erfitt að greiða laun um næstu mánaðamót. Hlutabætur, þar sem starfshlutfall er fært niður, kemur þar ekki að gagni, þar sem fólk á kröfu á launum fyrir þegar veitt vinnuframlag. Um nýtt starfshlutfall gildir annað, en gildir þá fyrir aprílmánuð trúlega. Það er því aðsteðjandi bráðavandi.“

Eiginfjárkröfur til banka hafa verið lækkaðar svo þeir geti veitt hærri lán til heimila og lífvænlegra fyrirtækja. Það er bankanna að meta hvaða fyrirtæki eru lífvænleg en Jón bendir á að það sé flókið og tímafrekt verkefni en nú megi engan tíma missa við að hjálpa fyrirtækjunum. Jón segir enn fremur:

„Mikilvægast af þessu öllu er að við úrlausnina verði gætt jafnræðis þannig að sama lausn sé boðin fyrirtækjum í sambærilegri stöðu.

Það er því langur vegur frá því að menn geti varpað
öndinni léttar, þó öll él stytti upp um síðir.

Meðölin verða að virka og mega ekki vera skaðlegri en meinið sem þau eru gefin við.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“
Fréttir
Í gær

Lækna-Tómas hjólar í VG – „Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman“

Lækna-Tómas hjólar í VG – „Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnendur SÁÁ þjást af valdasýki og óheiðarleika – Hafa stjórnlausa þörf fyrir að hafa alltaf rétt fyrir sér

Segir stjórnendur SÁÁ þjást af valdasýki og óheiðarleika – Hafa stjórnlausa þörf fyrir að hafa alltaf rétt fyrir sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frosti og Ólína skrifa opið bréf til sóttvarnaráðs – „Hefði verið mögulegt að draga enn frekar úr hættu á því að COVID-19 bærist inn í samfélagið“

Frosti og Ólína skrifa opið bréf til sóttvarnaráðs – „Hefði verið mögulegt að draga enn frekar úr hættu á því að COVID-19 bærist inn í samfélagið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórólfur undrandi á fólki sem biður um undanþágu frá sóttkví

Þórólfur undrandi á fólki sem biður um undanþágu frá sóttkví