fbpx
Þriðjudagur 07.apríl 2020
Fréttir

Anna segir ástandið alvarlegt á eyjunni fögru: „Þýðir stofufangelsi í þrjár vikur í viðbót“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. mars 2020 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Kristjánsdóttir segir að nú ástandið að verða alvarlegt á Tenerife. Hún flutti þangað í haust og hafði það býsna gott framan af. COVID-plágan setti þó strik í reikninginn. Á Facebook skrifar Anna:

„Dagur 221 og dagur 9 í einangrun. Nú fer ástandið að verða alvarlegt í Paradís. Það er þegar búið að framlengja útivistarbannið um tvær vikur sem þýðir stofufangelsi í þrjár vikur í viðbót við þá sem þegar er liðin. Ekki bara það. Kjaftasögurnar segja að enginn fái að vera á almannafæri nema með grímu fyrir vitum sér og latexhanska.“

Hún segir ekki hægt að kaupa grímur á Tenerife og spyr því hvað skal gera. „Þó held ég að flísvettlingarnir mínir frá 66°N geri meira gagn gegn veirunni hræðilegu. Öllu verri eru andlitsgrímurnar. Ég er ekki viss um að afklippt ermi af bol nægi í stað grímu enda lít ég út eins og bankaræningi með ermina fyrir andlitinu. En hvað skal gert þegar kröfurnar eru um andlitshlíf og hanska til að fá að fara í búðina og engar grímur fáanlegar í apótekinu?,“ spyr Anna.

Hún segir að nágranni sinn ætlar að snúa heim til Íslands. „Dúa, minn nýi nágranni er að fara heim og ætlar að dvelja hjá fólkinu sínu meðan á hamförunum stendur og ég skil hana mjög vel, en mun sakna hennar og hlakka til að sjá hana aftur í Paradís. Spænskukennarinn minn ætlar sömuleiðis að skipta um dvalarstað og yfirgefa systur sína. Ég hlakka til að sjá hana í dag. Nú skal spænskunámið tekið föstum tökum,“ segir Anna.

Hún segist þó geta sagt frá jákvæðum fregnum. „Loks tvær ánægjulegar fréttir í lokin. Þegar ég vaknaði í morgun tók ég eftir skrýtnu fyrirbæri. Það voru regnpollar á götunum. Það hefur þá rignt í nótt og ég ekki látin vita. Baldur kom ekki til hafnar í Los Cristianos í gær og var hans sárt saknað. Nú sé ég að hann er kominn í Breiðafjörðinn að nýju og siglir á milli Santa Cruz og Gran Canary, en Akraborgin er komin nýskveruð heim, sæt og rjóð í vöngum eins og nýmáluð unglingsstúlka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Deilt um áfengismál: Kallar Kára Stefánsson gamlan frethólk en dáist samt að honum

Deilt um áfengismál: Kallar Kára Stefánsson gamlan frethólk en dáist samt að honum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sakfelldur fyrir heimilisofbeldi – Réðst á ófríska sambýliskonu – Ógnaði fólki með hnífi og glerbrotum

Sakfelldur fyrir heimilisofbeldi – Réðst á ófríska sambýliskonu – Ógnaði fólki með hnífi og glerbrotum
Fréttir
Í gær

Þórólfur ánægður: „Við erum undir bestu kúrvu sem er bara mjög ánægjulegt“

Þórólfur ánægður: „Við erum undir bestu kúrvu sem er bara mjög ánægjulegt“
Fréttir
Í gær

Gripinn glóðvolgur eftir innbrot á Granda

Gripinn glóðvolgur eftir innbrot á Granda