fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ragnar Þór skilur ekki hvers vegna erlendir ferðamenn fara ekki í sóttkví

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. mars 2020 10:15

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allir landsmenn, sem koma nú til landsins, skulu í sóttkví. En ferðamenn ekki þar sem þeir eru ekki taldir vera í eins mikilli snertingu við fólk. Með fullri virðingu fyrir öllu því góða fólki sem nú reynir og gerir sitt allra besta í baráttunni gegn veirunni finnst mér þetta undarleg rök,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í nýlegum Facebook-pistli. Sóttvarnalæknir hefur bent á að faraldursfræðileg rök styðji það ekki að setja erlenda ferðamenn í sóttkví þar sem þeir séu í miklu minni snertingu við viðkvæma hópa en innfæddir. Ragnar Þór bendir hins vegar á að margir félagsmenn VR séu í mikilli snertingu við ferðamenn:

„Margir félagsmenn VR og annara stéttarfélaga eru í mikilli snertingu við ferðamenn svo sem afgreiðslufólk í verslunum og starfsfólk á hótelum svo eitthvað sé nefnt. Tala nú ekki um heilbrigðisstarfsfólk en varla er liðinn sólarhringur frá því að nánast allt heilbrigisstarfsfólk á Húsavík er óvinnufært og farið í sóttkví vegna ferðamanns sem var smitaður.“

Ragnar telur að erlendir ferðamenn séu meira í snertingu við fólk en innfæddir sem flestir hangi heima hjá sér þessa dagana. Hann hrósar síðan félagsmönnum sínum:

„Ég gæti trúað að ferðamenn séu einmitt í meiri snertingu við fólk heldur en téðir landsmenn sem flestir halda sér meira og minna heima ef þeir eru ekki nú þegar í sóttkví og eru ekki í samneyti við aðra að nauðsynjalausu.

En mikið getum við þakkað öllu því flotta starfsfólki sem stendur vaktina í framlínu stórmarkaða og í verslun og þjónustu ásamt öllum þeim sem nú sinna heilbrigðisþjónustu eða öðrum framlínustörfum í okkar samfélagi og halda hlutunum raunverulega gangandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi