fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

„Losum okkur undan skugga Danmerkur“ – Mörg hundruð íslensk börn biðla til Lilju og segja hingað og ekki lengra

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 10. mars 2020 14:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir íslenskir unglingspiltar hafa sett af stað undirskriftarsöfnun vegna dönskukennslu á Íslandi. Þeir eru ekki sáttir með það að danska sé kennd hér á landi í staðinn fyrir önnur fög sem, að þeirra sögn, séu mikilvægari.

Þessir piltar fóru til Danmerkur í byrjun árs. Þeir hafa lært dönsku í grunnskólanum sínum og ákváðu því að spreyta sig á þessu erlenda tungumáli. „Við vorum ekkert að fatta hvað þeir voru að segja og þeir voru ekkert að fatta hvað við vorum að segja. Síðan skiptum við yfir í ensku og þá skildu þeir okkur loksins, það sem ég er að reyna að segja að danska er orðin svolítið úrelt,“ segir annar unglingurinn í samtali við DV.

Hann skilur ekki hvers vegna þetta tungumál er kennt hér á landi þegar það virkar síðan ekki að nýta kunnáttuna í Danmörku. „Þess vegna langar mig að við fáum að velja að fara í dönsku sem val og hafa í staðinn eitthvað sem er sniðugt fyrir nútímann,“ segir drengurinn og nefnir sem dæmi fjármálafræði og næringarfræði.

„Unglingar í dag vita ekkert hvernig hvernig á að kaupa fyrstu íbúðina eða að sækja um vinnu og unglingar í dag eru þykkari en áður, því þeir nenna ekki að hreyfa sig. Ég og vinur minn fórum síðan að pæla hvort að unglingar á landinu væru sammála okkur svo við byrjuðum „petition“ og fengum 1500 undirskriftir fyrsta sólarhringinn. Er ekki kominn tími á breytingu og fara að kenna fög sem skipta máli?“

Í lýsingu á söfnuninni segja piltarnir að það sé kominn tími til að Ísland verði raunverulega sjálfstætt land. „Er það ekki sorglegt að þúsundir Íslenskra barna eru látin læra dönsku gegn þeirra vilja burt séð frá því að það sé engin góð ástæða fyrir því. Það er kominn tími fyrir þessa heimskulegu hefð að taka enda. Það er kominn tími til þess að við verðum í alvörunni sjálfstæð og losum okkur undan skugga Danmerkur. Það er kominn tími fyrir okkur að taka dönsku úr Íslensku námskránni!“

Hægt er að skrifa undir í undirskriftarsöfnuninni hér. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt