fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Fréttir

Sveita­stjórnar­full­trúi viðurkennir að hafa beitt sam­starfs­konu einelti: „Vildi óska að ég hefði ekki brugðist þannig við“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. febrúar 2020 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Ósk Óskars­dóttir, sveitar­­stjórnar­full­­trúi í Vestur­byggð, segist vera sek um að hafa beitt sam­starfs­konu sína í Pat­reks­skóla ein­elti en vonar að málinu fari að ljúka.

Leiðbeinandi í skólanum hrökklaðist einnig úr starfi vegna meints eineltis af hálfu Maríu Óskar en leiðbeinandinn hafði stigið fram ásamt fleira starfsfólki og kvartað undan framkomu Maríu Óskar í garð kennarans. Áður hafði hópurinn kvartað við trúnaðarmann en ekkert var aðhafst. Í kjölfar fréttaflutnings af málinu óskaði María eftir ótímabundnu leyfi störfum sem bæjarfulltrúi.

„Ég er sek um að hafa beitt ein­elti, með því að hunsa. Ég er ekki stolt af því en gengst við því,“ sagði María í færslu á Face­book síðu sinni í gær­kvöldi.

„Í ljósi þess að deila sem ég hef átt við mág minn í nokkur ár er farin að bitna á samstarfsfólki mínu í Patreksskóla og samfélaginu öllu hef ég ákveðið að tjá mig opinberlega um þetta mál. Aðdragandi málsins er sá að ný sambýliskona hans kemur á Patreksfjörð og byrjar að kenna við Patreksskóla. Ég verð að viðurkenna að ég lét tilfinningar mínar í garð mágs míns, Gísla Ásgeirssonar, bitna á sambýliskonu hans.

Ég harma það mjög og vildi óska að ég hefði ekki brugðist þannig við.“

María segir það ekki liggja ljóst hvað mögulega sé hægt að kæra eða hvort mögulegt sé að leggja fram stjórnsýslukæru þar sem öllum verkferlum í málinu var rétt fylgt eftir og brugðist strax við. Segist hún heldur ekki vera viss um hverju slík kæra ætti að skila.

„Einhverjir virðast halda að hægt sé að leggja fram kæru á hendur mér sem séu til þess fallnar að mér verið sagt upp störfum við skólann. Það eru alrangar upplýsingar, ég sinni mínum störfum af heilindum bæði sem kennari og bæjarfulltrúi og hef enga áminningu fengið fyrir mín störf,“ segir María Ósk.

„Saklaust fólk hefur verið dregið inn hatursfullar umræður og vegið að starfsheiðri þeirra, bæði í Patreksskóla og starfsfólk á skrifstofu Vesturbyggðar sem hefur unnið af miklum heilindum.“

Færslu Maríu má sjá að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Meintur lygari laus úr haldi

Meintur lygari laus úr haldi
Fréttir
Í gær

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Borgarlínu geta kostað 250 milljarða – „Það eru ekki peningar í þetta““

Segir Borgarlínu geta kostað 250 milljarða – „Það eru ekki peningar í þetta““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stór hópur ungmenna í vímuefnavanda féll í COVID-19 faraldrinum

Stór hópur ungmenna í vímuefnavanda féll í COVID-19 faraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fáðu já slær í gegn í Slóveníu – breytti viðhorfi unglingspilta

Fáðu já slær í gegn í Slóveníu – breytti viðhorfi unglingspilta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kenning Þórólfs reyndist rétt: „Það er búið að staðfesta það“

Kenning Þórólfs reyndist rétt: „Það er búið að staðfesta það“