fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Sakar Reykjavíkurborg um kolsvört viðhorf til ferðaþjónustunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. febrúar 2020 16:44

Jóhannes Þór Skúlason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, dregur mjög í efa þá útreikninga fjármálasviðs Reykjavíkurborgar, þess efnis að borgin beri meiri kostnað en hagnað af komu ferðamanna til landsins. Jóhannes telur nálgun fjármálasviðs borgarinnar fráleita og sakar sviðið um kolsvört viðhorf til atvinnugreinarinnar. Pistill Jóhannesar um þetta á Facebook er eftirfarandi:

Það kom mér verulega á óvart, svo ekki sé dýpra í árina tekið, að sjá fréttir í gær um að Reykjavíkurborg sé búin að reikna það út að ferðaþjónustan valdi borginni tapi upp á marga milljarða árlega. Það eru útreikningar sem ég mun fjalla sérstaklega um síðar, en læt nægja í bili að taka fram að Samtök ferðaþjónustunnar hafna þeirri nálgun sem þar er viðhöfð. Það væri áhugavert að heyra svör við því hvort að þessi aðferðafræði við útreikning á ábata og kostnaði af atvinnugreinum sé eitthvað sem Samband íslenskra sveitarfélaga hyggst almennt styðjast við héðan í frá?

En það sem virkilega tók steininn úr voru þau augljósu og kolsvörtu viðhorf gagnvart ferðaþjónustunni sem fá að skína í gegn í minnisblaðinu frá fjármálasviði Reykjavíkurborgar sem lagt var fyrir borgarráð í gær. Í stuttu máli sagt kemur fram í texta þess órtúleg vanþekking á íslenskri ferðaþjónustunni sem atvinnugrein. Hvort sem litið er til fullyrðinga um þróun og samspil atvinnugreina sem ekki halda vatni eða alhæfinga í sleggjudómastíl um neikvæð viðbrögð fyrirtækja við reglusetningu og slæm áhrif greinarinnar á umhverfi er hreinlega óboðlegt að Reykjavíkurborg láti frá sér fara opinbert plagg sem lesandanum getur ekki annað en virst stjórnast á köflum af einhvers konar fordómum gagnvart ferðaþjónustunni.

Það er með ólíkindum að þessi stórfurðulega framsetning embættismanna borgarinnar skuli hafa flotið athugasemdalaus í gegn um fund borgarráðs, ef marka má fundargerð. Á sama fundi var lögð fram ferðamálastefna Reykjavíkurborgar, hvar er að finna ýmis fögur fyrirheit um náið samstarf við ferðaþjónustuna og mikilvægi uppbyggingar í greininni Reykjavíkurborg til heilla. Það er eins og þessi tvö skjöl sem borgarráð afgreiddi sameiginlega hafi verið skrifuð af Dr. Jekyll og herra Hyde, svo ólík er nálgunin gagnvart atvinnugreininni í hvoru skjali fyrir sig.

Það er algerlega ljóst að þetta minnisblað fjármálasviðs borgarinnar hefur rekið alvarlegan fleyg í traust þeirra sem reka ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík á því að hjá stjórnendum og embættismönnum Reykjavíkurborgar sé raunverulegur vilji til uppbyggingar ferðajónustu sem atvinnugreinar í höfuðborginni. Það er afar sorglegt því að það traust er nauðsynlegt ef markmiðin góðu í ferðamalastefnunni eiga að eiga sér lífsvon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu