fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Óttar lætur fjölmiðla heyra það – „Ég kalla þetta hamfarablæti“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. febrúar 2020 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kalla þetta hamfarablæti sem ríkir núna í fjölmiðlum. Þar eru blásin upp öll þessi ótíðindi,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með fjölmiðlum að neikvæðar fréttir hafa dunið á landsmönnum: Verkföll, slys, jarðskjálftar, hugsanleg eldgos, snjóflóð, kórónaveiran, loðnubrestur og óveður hafa verið nokkuð fyrirferðarmikil í umræðunni – sérstaklega eftir áramót.

Óttar segist skynja aukinn kvíða meðal skjólstæðinga sinna, fréttir sem þessar hafi nefnilega áhrif á fólk. Sjálfur telur Óttar ekkert tilefni vera til að óttast sérstaklega.

„Það hafa alltaf verið vond veður á Íslandi og við höfum upplifað verkföll, jarðskjálftavá og eldgos áður. Þetta tekur allt saman enda, þannig verður á endanum samið í þessum verkföllum og veiran virðist til dæmis ekki vera neitt í líkingu við spænsku veikina. Það er ekkert sem bendir til þess að það verði eldgos í Grindavík, þannig að við ættum aðeins að reyna að horfa raunsæjum augum á allar þessar hamfarafréttir,“ segir Óttar við Morgunblaðið.

Hann segir að þessar fréttir, hver ofan í aðra, valdi kvíða hjá fólki og læknar þurfi í auknum mæli að gefa róandi lyf. Hann segir að frásagnir um kórónuveiruna sé orðnar eins og íþróttakeppni. „Hversu margir hafa veikst og hve margir dáið. Þetta er fyrsta frétt í öllum fréttatímum,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi