fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Landlæknir uppfærir viðvörun til ferðamanna vegna kórónuveirunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. febrúar 2020 17:58

Íslendingar, sem staddir eru erlendis, vilja fylgjast vel með gangi mála.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landlæknir hefur uppfært tilkynningu sína til ferðamanna vegna kórónuveirunnar. Mikilvægt er fyrir þá sem hafa dvalist á svæðum þar sem veiran er í gangi að fylgjast sérlega vel með heilsu sinni. Í tilkynningin er eftirfarandi, en í henni er m.a. að finna tengil á upplýsingar um áhættusvæðin:

„Hafir þú á sl. tveimur vikum dvalið á svæði þar sem COVID-19 sjúkdómur gengur er mikilvægt að þú fylgist sérstaklega með heilsu þinni. Veikist þú með hita, hósta og/eða öndunarörðugleika innan 14 daga eftir ferð frá því landi er þér ráðlagt að hafa samband við lækni.

Á dagvinnutíma (frá kl. 08:00–16:00) getur þú hringt í heilsugæsluna og fengið að tala við hjúkrunarfræðing en utan dagvinnutíma er hægt að hringja í síma Læknavaktarinnar 1700 og fá ráðleggingar hjá hjúkrunarfræðingi. Við alvarleg veikindi er bent á neyðarlínuna 112.

Lista yfir núverandi áhættusvæði er að finna á vef embættis landlæknis.

Ef þú hefur spurningar um þennan faraldur er þér bent á heimasíðu embættis landlæknis: www.landlaeknir.is og vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna

Búið að tryggja Úkraínumönnum 500 þúsund sprengjuskot – Íslendingar gáfu 300 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni