fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

„Bílar að festast um allan bæ“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. febrúar 2020 08:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til þeirra sem eru á leið til vinnu að hafa í huga að talsverð ófærð er á svæðinu. Lögreglan segir að „bílar séu að festast um allan bæ“ og þar af leiðandi megi gera ráð fyrir töfum.

Talsvert hefur snjóað á suðvesturhorni landsins og gengur umferðin á höfuðborgarsvæðinu – eins og víðar – hægar fyrir sig en oft áður.

Í skeyti lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook segir að björgunarsveitir séu að boða út auka mannskap og þá sé Vegagerðin og starfsmenn Reykjanesbæjar á fullu við snjóruðning. Biðlar lögregla til þeirra sem eru ekki á góðum dekkjum að fara ekki af stað strax.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að Suðurstrandarvegur sé ófær. Hellisheiðin er opin en hún gæti lokast aftur með litlum sem engum fyrirvara ef veður versnar. Vegurinn um Þrengsli er opinn en frá Jökulsárlóni og vestur úr er þungfært þaðan að Höfn.

Í skeyti sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér í morgun kemur fram að björgunarsveitir hafi verið ræstar út í nótt til að aðstoða ökumenn sem voru fastir á Hafravatnsvegi, Þingvallavegi og Suðurlandsvegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga