fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Fréttir

Var nýbúinn að kaupa bílinn þegar kviknaði í honum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 08:39

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eldur kom upp í bifreið í Árbænum á sjötta tímanum í gærkvöldi. Slökkvilið var kallað á vettvang og var eldurinn slökktur. Í skeyti frá lögreglu er haft eftir eiganda bifreiðarinnar að hann hafi verið nýbúinn að kaupa hana þegar eldurinn kom upp. Bifreiðin var flutt af vettvangi með kranabíl en ekki kemur fram í skeyti lögreglu hversu miklar skemmdir urðu á henni.

Lögreglan hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt. Á tólfta tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn vegna gruns um stuld á bifreið, skjalafals og vörslu fíkniefna. Maðurinn fékk pláss í fangageymslu lögreglu. Um hálf níu leytið var tilkynnt um ökumann í annarlegu ástandi á Sæbraut. Bifreiðin var stöðvuð á Vesturlandsvegi skömmu síðar en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá hafði lögregla afskipti af konu í Hafnarfirði á tólfta tímanum í gærkvöldi. Konan var í annarlegu ástandi og var hún handtekin sökum ástands síns. Ætluð fíkniefni fundust á konunni við vistun. Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um umferðaróhapp og afstungu í Hafnarfirði. Þarna hafði bifreið verið ekið á aðra kyrrstæða bifreið og í kjölfarið af vettvangi. Lögregla hafði hendur í hári ökumannsins skömmu síðar.

Þessu til viðbótar voru nokkir stöðvaðir réttindalausir í umferðinni auk þess sem ölvunarakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna komu við sögu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Biðja útleigjendur orlofshúsa að afturkalla úthlutanir um páskana

Biðja útleigjendur orlofshúsa að afturkalla úthlutanir um páskana
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tobba er nýr ritstjóri DV

Tobba er nýr ritstjóri DV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Runólfur kemur Kínverjum til varnar – Sakar Viðskiptablaðið og Jónas Haraldsson um rasisma

Runólfur kemur Kínverjum til varnar – Sakar Viðskiptablaðið og Jónas Haraldsson um rasisma