Mánudagur 30.mars 2020
Fréttir

„Á í alvörunni að leyfa því að gerast?“ spyr Biggi lögga – „Ég trúði varla mínum eigin eyrum“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðið ár hefur lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, einnig þekktur sem Biggi lögga, unnið að verkefni sem er að hans eigin sögn skemmtilegt og áhugavert. „Þetta er tilraunaverkefni unnið í samvinnu með Hafnarfjarðarbæ sem snýr að því að skoða hvernig lögreglan á höfuðborgarsvæðinu getur á sem bestan og skilvirkastan máta komið að forvörnum, í víðum skilningi þess hugtaks.“

Það virðist þó vera sem það sé komið að endalokum hjá þessu verkefni. „Núna í vikunni fékk ég samt þær ömurlegu fréttir að sökum niðurskurðarkröfu á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu myndi þessi vinna ekki halda áfram að öllu óbreyttu. Ég trúði varla mínum eigin eyrum,“ segir Biggi á Facebook-síðu sinni um málið. „En þegar það er varla hægt að halda uppi grunn löggæslu sökum fjárskorts er erfitt að fara út í ný verkefni sem kosta pening, jafnvel þó svo að samfélagslegur sparnaður á slíku verkefni sé augljós“

„Gífurleg samfélagsleg mistök“

Biggi segir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafi komið þessu verkefni á laggirnar. „Hún fór á sínum tíma af stað með nýja nálgun í heimilisobeldismálum, sem er eitt risa forvarnarverkefni, og þetta var í raun næsta skref í þeirri vinnu. Að vernda þá sérstaklega sem eru í viðkvæmustu stöðunni og þar eru börn og ungmenni stærsti hópurinn. Það er skylda okkar sem samfélag að gera allt sem við getum í þeirri vinnu.“

Hann segist ekki vilja fela þessa stöðu eða tala undir rós. „Ég tel það gífurleg samfélagsleg mistök að láta alla þessa vinnu og þetta tækifæri fara forgörðum. Það fjármang sem sett er í forvarnir skilar sér margfalt til baka. Við vitum það!“ segir hann.

„Hver einasti einstaklingur sem við náum að bjarga. Hver einasta fjölskylda sem við hjálpum. Hver einasta keðja ofbeldis, vanrækslu eða misnotkunar sem við náum að rjúfa. Þarna náum við að hafa áhrif og gera hluti sem skipta svo miklu máli. Það er vægast sagt stór undarlegt að vera í þessari stöðu á sama tíma og umræðan um ofbeldi meðal unglinga, vandamál með samfélagsmiðla, fíkniefni og annað slíkt tröll ríður fjölmiðlunum.“

„Slíkt væri glapræði“

Að lokum vill Biggi koma með neyðarkall til stjórnvalda. Hann vill að þau sjái til þess að það verði fundið fjármagn fyrir þetta starf svo hægt sé að halda áfram þeirri vinnu sem hefur verið hafin. „ Ég trúi ekki öðru en að það sé vilji til þess.“

Þá vill Biggi einnig koma með ákall til allra þeirra sem hafa trú á forvarnarstarfi. „Hjálpið að þrýsta á. Við erum með verkfærin fyrir framan okkur og tilbúinn að beita þeim. Við erum að reyna en það er erfitt þegar allir vilja taka þátt en enginn vill borga. Það er sorglegur sannleikur. Við borgum nefnilega öll margfalt meira á seinni stigum ef við gerum ekkert núna. Skammsýni er dýrkeypt í þessum málum.“

Hann segir okkur vera á krossgötum í þessari vegferð. „Það lítur út fyrir að sú vinna sem við höfum lagt í að móta forvarnir hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu muni koma á ákveðna endastöð í lok maí. Á í alvörunni að leyfa því að gerast? Ég vil ekki trúa því. Slíkt væri glapræði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Föst í óttafangelsi
Fréttir
Í gær

Útgöngubann í Paradís – „Þetta er  hundleiðinlegt til lengdar“

Útgöngubann í Paradís – „Þetta er  hundleiðinlegt til lengdar“
Fréttir
Í gær

Þetta er ástæðan fyrir því að Kári kallar COVID „heiðursveiruna“

Þetta er ástæðan fyrir því að Kári kallar COVID „heiðursveiruna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnin tekin af föðurnum – Drykkjuskapur og sóðalegt húsnæði meðal ástæðna

Börnin tekin af föðurnum – Drykkjuskapur og sóðalegt húsnæði meðal ástæðna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faraldurinn mun koma verst niður á Afríku

Faraldurinn mun koma verst niður á Afríku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Almannavarnir fá toppeinkunn hjá þjóðinni – Ánægja með viðbrögð við COVID-19

Almannavarnir fá toppeinkunn hjá þjóðinni – Ánægja með viðbrögð við COVID-19
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tala smitaðra komin upp í 890 – Sex eru í öndunarvél

Tala smitaðra komin upp í 890 – Sex eru í öndunarvél