fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Fréttir

Segir aðgerðir yfirvalda gegn smálánastarfsemi bitna á heiðarlegum fjármálafyrirtækjum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Hreiðarsson, stjórnarmaður í Samtökum fjártæknifyrirtækja og framkvæmdastjóri Aurs, telur að lagabreyting sem gerð hefur verið í því skyni að stemma stigu við smálánastarfsemi muni í reynd bitna á heiðarlegri lánastarfsemi og jafnvel ýta fremur undir að fólk taki smálán. Sverrir fer yfir þetta í grein í Morgunblaðinu í dag. Hann segir:

„Sú breyting sem kemur verst niður á fjártæknifyrirtækjum er sú óskiljanlega ákvörðun að færa hámarksviðmið árlegrar hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK) úr 50% í 35% og halda þingmenn að það sé ígildi þess að verið sé að lækka vexti eða lántökukostnað. Það er öðru nær. Það eina sem gerist með því er að neytendur teygja lán sín til lengri tíma og borga þar af leiðandi meiri kostnað í formi fleiri seðilgjalda og vaxta fyrir lengra tímabil. Hliðarverkun af aðgerðum stjórnmálamannanna verður líklega sú að fleiri freistast til að taka ólögleg smálán – því þau virðast ódýrari við fyrstu sýn.“

Sverrir segir að þessi breyting á árlegri hlutfallstölu kostnaðar hafai verið gerð án nokkurrar skoðunar eða rannsóknar á raunverulegum áhrifum hennar á neytendur og lánveitendur. Hann segir ljóst að ríkið, eigandi ríkisbankanna, ætli ekki að bakka með þessa afdrifaríku breytingu.

Sverrir sendir þessa sneið til yfirvalda í lok greinar sinnar:

„Samtök fjártæknifyrirtækja fagna vissulega yfirlýstri áherslu ráðherra og stjórnvalda á nýsköpun í landinu en frábiðja sér að vera, á tyllidögum, talin til þeirra sem njóta góðs af þeirri
stefnu – enda annað sýnt hér í verki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Biðja útleigjendur orlofshúsa að afturkalla úthlutanir um páskana

Biðja útleigjendur orlofshúsa að afturkalla úthlutanir um páskana
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl

Samkomubannið verður að minnsta kosti út apríl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tobba er nýr ritstjóri DV

Tobba er nýr ritstjóri DV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Runólfur kemur Kínverjum til varnar – Sakar Viðskiptablaðið og Jónas Haraldsson um rasisma

Runólfur kemur Kínverjum til varnar – Sakar Viðskiptablaðið og Jónas Haraldsson um rasisma