fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Fréttir

Aron stal efnivið í gott partý – Gítarar, humar og lambakjöt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ætla mætti að Aron Snær Sigurðsson hafi ætlað að halda gott partý fyrir tveimur árum þegar hann fór í marga skrautlega þjófnaðarleiðangra í Reykjavík. Aron var í dag sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir mörg þjófnaðarbrot.

Í fyrsta lagið er honum gefið að sök að hafa brotist inn í Nettó í Mjóddinni og stolið tveimur pakkningum af frosnum humri og hálfum lítra af rjóma.

Þvínæst stal hann þremur pakkningum af lambakjöti úr Bónus í Hraunbæ.

Það er ekki ónýtt að hlýða á fagra tóna þegar fólk snæðir kræsingar á borð við humar og lambakjöt. Óvíst er þó hvort sú hugsun réði því að Aron braust inn í hjóðfæraverslunina Gítarinn, Stórhöfða 27 í Reykjavík, með því að brjóta rúðu með steini í anddyri verslunarinnar, og stal þaðan gítar af gerðinni Tanglewood. Sérkennilegt er að Aron framdi nákvæmlega eins afbrot nokkrum mánuðum síðar, stal öðrum Tanglewood gítar úr sömu verslun.

Næsta ránsferð Arons var í Hagkaup í Kringlunni en þar stal hann ilmvatnsglasi. Rakspíra stal hann síðan úr Hagkaup í Skeifunni.

Aron játaði brot sín skýlaust fyrir dómi.

Hinn dæmdi er á 32. aldursári og á hann nokkurn sakaferil að baki sem nær allt aftur til ársins 2008.

Aron var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og er refsingin ekki skilorðsbundin þar sem hann hefur brotið af sér áður með svipuðum hætti og fengið skilorðsbundna dóma. Þá var hann dæmdur til að greiða verjanda sínum rúmlega 80.000 krónur í málsvarnarlaun.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í miðbænum

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Banaslys í miðbænum
Fréttir
Í gær

Haukur minnist Kjartans – „Það fór ekki framhjá neinum þegar hann mætti“

Haukur minnist Kjartans – „Það fór ekki framhjá neinum þegar hann mætti“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur læknir varar við – „Síminn er stundum þriðja óhreina höndin þín“

Vilhjálmur læknir varar við – „Síminn er stundum þriðja óhreina höndin þín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tengja aukið heimilisofbeldi vegna COVID-19 við dauðsföll tveggja kvenna

Tengja aukið heimilisofbeldi vegna COVID-19 við dauðsföll tveggja kvenna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífeindafræðingur komst ekki til að taka sýni út af ferðagleði landsmanna – „Erum við í alvöru svona sjálfhverf?“

Lífeindafræðingur komst ekki til að taka sýni út af ferðagleði landsmanna – „Erum við í alvöru svona sjálfhverf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er myndbandið sem Þórólfur vill að þú horfir á

Þetta er myndbandið sem Þórólfur vill að þú horfir á
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Gissurar: „Mikill meistari er fallinn frá“

Margir minnast Gissurar: „Mikill meistari er fallinn frá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andlát vegna COVID-19 í Bolungarvík

Andlát vegna COVID-19 í Bolungarvík