fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Fréttir

Reynt að stela ljósakrossi af leiði ungbarns – „Hvernig fær fólk sig til að gera svona ljótt?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Guðrún Fjóla Elíasdóttir ætlaði að fjarlægja ljósakross af leiði bróður síns, sem lést aðeins mánaðargamall, til þess að merkja krossinn með nafni hans, sá hún að reynt hafði verið að stela krossinum. Það hafði meira að segja verið lagt mikið á sig til þess en tvær skrúfur af fjórum voru lausar, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.

„Tvær skrúfur héngu bara á lyginni, þær rétt svo voru enn í gatinu, en tvær voru áfram pikkfastar. Ég þurfti að losa þær með rafmagnsskrúfvél. Þetta eru engir smáboltar sem við notuðum til að festa krossinn og því hefur ekki þurft lítið átak til að losa skrúfurnar,“ segir Guðrún í viðtali við DV. Hún hefur áður heyrt að fólk stundi að stela ómerktum ljósakrossum af leiðum og nota á leiði ástvina sinna. Hún botnar ekki í því hugarfari sem liggur að baki slíkum verknaði. „Fólk var eiginlega búið að banna mér að setja hann upp án þess að vera búin að merkja hann vegna þess að ómerktum krossum væri stolið.“

„Ég var ekki búinn að merkja hann af því ég keypti hann bara korteri fyrir jól. Svo þegar við vorum búin að setja hann upp fannst okkur hann svo fallegur að við ákváðum að leyfa honum að standa þarna í einhvern tíma og losa hann af síðar til að láta merkja hann.“

Bróðir Guðrúnar, Karl Elíasson, hvílir í gamla kirkjugarðinum í Hafnarfirði. Hann fæddist þann 3. september árið 1973, í Lúxemberg þar sem fjölskyldan bjó á þeim tíma. Þann 11. október sama ár var hann látinn.

„Við fæðingu fékk hann vatn í lungu og læknarnir áttuðu sig ekki á því strax. Sjúkrahúsið í Lúxemborg var ekki nógu vel tækjum búið og hann var fluttur til Frakklands og þar var hann í öndunarvél þann stutta tíma sem hann lifði.“ Fjölskyldan hefur síðan haft þann sið að setja upp kross og ljós við leiðið fyrir jólin. Að þessu sinni var keyptur nýr LED-ljósakross en vegna tímaskorts var frestað því að merkja krossinn.

Guðrún segir að ljóst sé að þeir sem ræni ljósakrossum hyggist nota þá á leiði ástvina sinna. Krossarnir hafi ekkert annað notkunargildi. „Þú ert ekki að fara að setja svona út í garð eða á pallinn hjá þér.“

„Hvað fær fólk til að gera svona ljótt?“ spyr hún sig og hún segir að sér hafi fallist hendur þegar hún áttaði sig á hvað hafði gerst. „Ég var hvorki reið né sár, mér bara féllust hendur. Hve ljót getur mannskepnan verið þegar henni finnst í lagi að ræna af ungbarni krossinum hans? Ég einfaldlega bara skil ekki svona mannvonsku.“

„Það er hins vegar ljóst að einhver vakir yfir bróðir mínum,“ segir Guðrún að lokum, vitaskuld fegin yfir því að ræningjanum tókst ekki ætlunarverk sitt. Núna fær bróðir hennar, sem lifði aðeins í einn mánuð, nafnið sitt letrað á krossinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Faraldurinn er á niðurleið – „Getum glaðst yfir þeirri stöðu sem við erum í“

Faraldurinn er á niðurleið – „Getum glaðst yfir þeirri stöðu sem við erum í“
Fréttir
Í gær

Sex á einu heimili í Seljahverfi með COVID-19

Sex á einu heimili í Seljahverfi með COVID-19
Fréttir
Í gær

Sparkaði í bifreiðar í miðborginni – Átti að vera í sóttkví og því kærður fyrir brot á sóttvarnarlögum

Sparkaði í bifreiðar í miðborginni – Átti að vera í sóttkví og því kærður fyrir brot á sóttvarnarlögum
Fréttir
Í gær

Sjómennirnir sem skáru sporðinn af hákarli ljóstra upp leyndarmáli Matvælastofnunar

Sjómennirnir sem skáru sporðinn af hákarli ljóstra upp leyndarmáli Matvælastofnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tengja aukið heimilisofbeldi vegna COVID-19 við dauðsföll tveggja kvenna

Tengja aukið heimilisofbeldi vegna COVID-19 við dauðsföll tveggja kvenna