fbpx
Þriðjudagur 04.ágúst 2020
Fréttir

Hópur kvenna mótmælir viðtali Stöðvar 2 við eiginkonu Ólafs Hand – „Reynt að sannfæra samfélagið um að barnið ljúgi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 19:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stöð 2 sýndi í kvöld viðtal við Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur, eiginkonu Ólafs Hand, en viðtalið hafði verið tekið af dagskrá í gærkvöld og tilkynnt að það yrði sýnt síðar. Viðtalið er ekki aðgengilegt á vef Vísis í augnablikinu vegna tæknibilunar, en fjallað verður um það hér á dv.is síðar í kvöld.

Kolbrún Anna gaf nýlega út vefbók, sem öllum er opin til lestrar, þar sem fjallað er meðal annars um umdeilt atvik er varð til þess að Ólafur var sakfelldur í héraðsdómi fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni. Ólafur og Kolbrún hafa hins vegar lýst atvikinu sem árás á sig. Málið verður tekið fyrir í Landsrétti fyrir vorið en dómur héraðsdóms tók meðal annars mið af áverkavottorði.

Kristrún Heimisdóttir leiðir nú hóp kvenna (og eins karlmanns) sem mótmælir útsendingu viðtalsins og því sem konurnar kalla áróðursherferð Ólafs Hand og Kolbrúnar gegn barnsmóður Ólafs. Hefur hópurinn birt grein á Vísir.is þar sem segir meðal annars:

„Forsaga máls Stöðvar 2 gagnvart þessum atburðum hefst fyrr, eða þann 20. febrúar 2017, þar sem Ísland í dag fjallaði þá einhliða um sögu eiginmanns Kolbrúnar; Ólafs Hand þar sem hann segist hafa barist fyrir dóttur sinni í 10 ár. Viðtalið var samfelld árás á barn Ólafs og barnsmóður. Áhorfendur fengu engar upplýsingar um raunverulegt tilefni leikritsins sem Stöð 2 setti á svið þennan dag. Á þessu tímabili stóð yfir lögreglurannsókn á alvarlegu ofbeldisverki þar sem Hand hjónin voru ákærð. Þess í stað var Ólafur sýndur almenningi sem grátandi tálmaður faðir á sjónvarpsskjánum með fréttamann Stöðvar 2 sem klappstýru.“

Hópurinn mótmælir því að Ólafur hafi sætt tálmunum og rifjar upp dóminn frá 2018. Síðan segir:

„Ólafur hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar og málið er nú í áfrýjunarferli. Þrátt fyrir að málið sé statt á svo viðkvæmum stað gefur Kolbrún Jónsdóttir eiginkona Ólafs út fría hljóðbók sem öllum er aðgengileg. Þungamiðja bókarinnar eru atburðirnir sem gerðust 2016 út frá hennar sjónarhorni. Af því tilefni endurtekur Stöð 2 gerð drottningarviðtals, nú við eiginkonu Ólafs sem átti að birtast 24. febrúar s.l.

Þrátt fyrir að sýningu þess hafi verið frestað var tilgangurinn enn og aftur að birta einhliða frásögn Kolbrúnar Jónsdóttur, augljóslega til að hafa áhrif á lögmæt yfirvöld í landinu, með PR aðgerðum sem eingöngu eru á færi sterkefnaðs fólks.

Enn og aftur ætlaði Stöð 2 að birta viðtal án þess að virða aðra aðila málsins viðlits og þeir fréttu eingöngu af í gegnum auglýsingu á Facebook-síðu þáttarins Ísland í dag.

Enn og aftur fær saga þeirra hjóna gagnrýnislausan hljómgrunn þrátt fyrir að þeirra hlið hafi verið hafnað af öllum rannsakendum málsins.“

Hópurinn sakar Stöð 2 um að láta nota sig sem málsvarnartæki og ímyndarsmið þeirra Ólafs og Kolbrúnar. Barnsmóðirin í málinu hafi hins vegar haldið sig til hlés og ekki tekið þátt í fjölmiðlaumræðu um málið.

Þá segir enn fremur í greininni:

„Fjölmiðlaherferð Ólafs Hand og Kolbrúnar Jónsdóttur á samfélagsmiðlum, sjónvarpi, útvarpi og blöðum hefur frá byrjun verið óvægin, meiðandi og skaðleg fyrir barnið – sem þau ættu þó helst að vernda. Í bók Kolbrúnar Jónsdóttur „Ákærð“ er reynt að sannfæra samfélagið um að barnið ljúgi um atburði sem það var vitni af. Markmiðið er að afneita með öllu að barnið viti sjálft hvernig og hversu ógnvænlega að öryggi þess var vegið. Friðhelgi einkalífs barnsins hefur verið alvarlega rofin frá því að fjölmiðlaherferðin hófst 2017 og enn halda sömu aðilar áfram með ásókn (ofsólnum?) í frétt. Í bókinni er þess jafnframt getið hversu ósanngjarnt er að Ólafur Hand borgi tvöfalt meðlag í ljósi þess hversu mikið þau eru með barnið. Er það algjörlega á skjön við tálmunarfrásagnir Ólafs Hand sem hann hefur ítrekað haldið fram.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Hvetur Íslendinga til að sýna virðingu í verki á frídegi verslunarmanna

Hvetur Íslendinga til að sýna virðingu í verki á frídegi verslunarmanna
Fréttir
Í gær

Rúmlega helmingur veitinga- og skemmtistaða enn lokaðir

Rúmlega helmingur veitinga- og skemmtistaða enn lokaðir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tourette-samtökin blanda sér í mál 12 ára stúlku sem verður fyrir grimmilegu einelti í Njarðvík

Tourette-samtökin blanda sér í mál 12 ára stúlku sem verður fyrir grimmilegu einelti í Njarðvík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það þarf einhver að gera eitthvað – Sértrúarsöfnuður, lyklapartý eða brotin ríkisstjórn

Það þarf einhver að gera eitthvað – Sértrúarsöfnuður, lyklapartý eða brotin ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stríðið við smálánafyrirtækin

Stríðið við smálánafyrirtækin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Á þessum stöðum nær Olga Björt að iðka sína núvitund

Á þessum stöðum nær Olga Björt að iðka sína núvitund
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rólegt í Eyjum

Rólegt í Eyjum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjö ný COVID-19 smit

Sjö ný COVID-19 smit