fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfallsboðun

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. febrúar 2020 15:10

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) samþykkti boðun verkfallsaðgerða í atkvæðagreiðslu sem fram fór dagana 18. til 21. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB.

Í tilkynningunni kemur fram að alls hafi 79,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði samþykkt verkfallsboðunina. Þá segir að þátttaka í atkvæðagreiðslunni hafi verið afar góð, en um 68,4 prósent þeirra sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði. Aðgerðir LSS beinast bæði að ríkinu og sveitarfélögum í landinu og hefjast þriðjudaginn 10. mars.

„Aðgerðirnar verða tímasettar samhliða aðgerðum annarra aðildarfélaga BSRB sem boðað hafa til verkfallsaðgerða frá 9. mars næstkomandi. Alls hafa nú sextán aðildarfélög bandalagsins tilkynnt viðsemjendum um umfangsmiklar verkfallsaðgerðir sem ná munu hámarki með ótímabundnu allsherjarverkfalli þann 15. apríl næstkomandi, takist samningar ekki fyrir þann tíma,“ segir í tilkynningunni.

Í tilkynningunni eru boðaðar verkfallsaðgerðir tíundaðar nánar, en skipta má þeim í tvo flokka. Í fyrsta lagi mun þorri félagsmanna hjá ríkinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg leggja niður störf á ákveðnum dögum. Þessi hópur mun leggja niður störf dagana 9. og 10. mars, 17. og 18. mars, 24. og 26. mars og 31. mars og 1. apríl. Félagar í LSS munu leggja niður störf dagana 10. mars, 18. mars, 26. mars og 1. apríl.

Í öðru lagi munu smærri hópar félagsmanna ákveðinna aðildarfélaga verða í ótímabundnu verkfalli frá og með 9. mars. Í þeim hópi eru meðal annars starfsmenn í grunnskólum og leiðbeinendur á frístundaheimilum á nær öllu höfuðborgarsvæðinu auk Akraness auk starfsmanna hjá Skattinum og sýslumannsembættum um allt land.

Þessar aðgerðir munu halda áfram fram í dymbilviku, en hafi samningar ekki tekist fyrir 15. apríl munu félagsmenn sextán aðildarfélaga BSRB sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum fara í ótímabundið allsherjarverkfall þar til samningar hafa tekist.

Félagsmenn í eftirtöldum félögum hafa samþykkt boðun verkfalls:

Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi

Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum

FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu

Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu

Sjúkraliðafélag Íslands

Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu

Starfsmannafélag Fjallabyggðar

Starfsmannafélag Fjarðabyggðar

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar

Starfsmannafélag Húsavíkur

Starfsmannafélag Kópavogs

Starfsmannafélag Mosfellsbæjar

Starfsmannafélag Suðurnesja

Starfsmannafélag Vestmannaeyja

Þrjú félög til viðbótar; Landssamband lögreglumanna, Tollvarðafélag Íslands og Félag starfsmanna stjórnarráðsins, hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðirnar, en félagsmenn þeirra hafa ekki verkfallsrétt og munu félögin því ekki boða til sambærilegra aðgerða. Þá styðja fangaverðir, sem eru í Sameyki en hafa ekki verkfallsrétt, aðgerðirnar þó þeir verði að standa utan við þær.

Félögin hafa verið kjarasamningslaus frá 1. apríl 2019, eða í tæplega ellefu mánuði. Kjarasamningsviðræður munu halda áfram samhliða undirbúningi verkfallsaðgerða hjá aðildarfélögum BSRB, að því er segir í tilkynningunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus