Mánudagur 30.mars 2020
Fréttir

Rifrildi í Klettagörðum enduðu með árás: Sagðist geta „slegið eins og Tyson“ og kinnbeinsbraut samstarfsfélagann

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. febrúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Í dómi kemur fram að atvikið hafi átt sér stað aðfaranótt mánudagsins 18. september 2017 við húsnæði hópbifreiðafyrirtækis í Klettagörðum.

Var árásarmaðurinn ákærður fyrir að ráðast á samstarfsfélaga sinn, kýla hann tveimur hnefahöggum í andlitið með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut blóðnasir, bólgu í andliti og brot í kinnbeini. Afleiðingar árásarinnar voru talsverðar en í dómi kemur fram að varanleg örorka brotaþola sé metin 8 prósent.

Bíllinn þarfnaðist viðgerðar

Þegar lögregla kom á vettvang var brotaþoli með blóðnasir og bólgu í andliti og greindi hann frá atvikum eins og þau horfðu við honum. Árásarmaðurinn var hins vegar á bak og burt en hann fannst á annarri starfsstöð umrædds fyrirtækis síðar sömu nótt. Hann vildi lítið tjá sig um málið en sagðist hafa verið að verja sig og hann kynni að verja sig.

Mönnunum bar ekki alveg saman um hvað átti sér stað í aðdragandanum. Þó er óumdeilt að árásarmaðurinn hafi umrædda nótt verið að aka hópbifreið frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur og hefði bifreiðin þarfnast viðgerðar vegna lausrar plasthlífar. Vaktstjóri hefði beðið hann um að fara með bifreiðina á verkstæði fyrirtækisins vegna téðrar plasthlífar sem hann og gerði.

Til orðaskipta kom á milli bílstjórans og starfsmanns á umræddu verkstæði. Árásarmaðurinn sagði fyrir dómi að brotaþoli hefði spurt hann hvað hefði gerst með bifreiðina. Hann sagðist ekki vita það en brotaþoli borið á hann að hann væri að ljúga og væri lélegur bílstjóri. Til orðaskipta hafi komið, þeir hrækt á hvorn annan uns brotaþoli fór úr að ofan og sýndi honum hvað hann væri vöðvastæltur. Hann hafi orðið hræddur og ákveðið í skyndi að slá manninn í andlitið með krepptum hnefa.

Sagðist hafa verið að grínast

Brotaþoli í málinu sagðist hafa verið að grínast í árásarmanninum, árásarmaðurinn hafi brugðist illa við og farið að vera með illyrði við hann. Árásarmaðurinn hafi gengið pirraður að honum og verið alveg upp við hann. Honum hafi fundist þetta ógnandi og hann ýtt eða reynt að ýta við árásarmanninum. Ákærði hafi þá slegið hann í andlitið. Fórnarlambið sagðist hafa gengið burt og freistað þess að hringja í yfirmann en árásarmaðurinn komið aftur, slegið símann úr höndinni og svo slegið hann aftur í andlitið.

Fórnarlambið í málinu kvaðst ekki muna hvort hann hefði farið úr bolnum, hann hafi þó sýnt honum að hann væri ekki hræddur og hann væri stór. Þá hafi árásarmaðurinn sagt við hann „að hann gæti slegið eins og Tyson“ eins og það er orðað í dómnum. Er það væntanlega vísun í einn frægasta boxara síðustu áratuga, þungavigtarboxarann Mike Tyson.

Þarf að borga um 1,5 milljónir

Árásarmaðurinn var sakfelldur samkvæmt ákæru en hann hefur ekki áður gerst brotlegur við refsilög. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að árásarmaðurinn hafi misst vinnuna eftir atvikið og var litið þess við ákvörðun refsingar. Dómari taldi ósannað að fórnarlamb árásarinnar hafi verið með hótanir eða stórfelldar móðganir við brotaþola í aðdraganda árásarinnar. Brotaþoli hafi þó „verið með ertingar“ í garð árásarmannsins.

Auk þess að sæta tveggja mánaða skilorðsbundnu fangelsi til eins árs var árásarmanninum gert að greiða fórnarlambinu rúmar 620 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað málsins, rúmar 940 þúsund krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Föst í óttafangelsi
Fréttir
Í gær

Útgöngubann í Paradís – „Þetta er  hundleiðinlegt til lengdar“

Útgöngubann í Paradís – „Þetta er  hundleiðinlegt til lengdar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að Kári kallar COVID „heiðursveiruna“

Þetta er ástæðan fyrir því að Kári kallar COVID „heiðursveiruna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnin tekin af föðurnum – Drykkjuskapur og sóðalegt húsnæði meðal ástæðna

Börnin tekin af föðurnum – Drykkjuskapur og sóðalegt húsnæði meðal ástæðna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faraldurinn mun koma verst niður á Afríku

Faraldurinn mun koma verst niður á Afríku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Almannavarnir fá toppeinkunn hjá þjóðinni – Ánægja með viðbrögð við COVID-19

Almannavarnir fá toppeinkunn hjá þjóðinni – Ánægja með viðbrögð við COVID-19
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tala smitaðra komin upp í 890 – Sex eru í öndunarvél

Tala smitaðra komin upp í 890 – Sex eru í öndunarvél