Mánudagur 30.mars 2020
Fréttir

Myndband birt af miklum viðbúnaði lögreglu við menntaskóla: Yfirbuguðu ungan mann vegna gruns um akstur undir áhrifum

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 24. febrúar 2020 16:00

Skjáskot úr myndbandinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur karlmaður var í morgun yfirbugaður af lögreglu við bílastæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Maðurinn ók bílnum sínum inn á bílastæði við skólann en þar skipaði lögregla honum að koma út úr bílnum.

Vísir greindi frá þessu í hádeginu en nú hefur myndband af viðbúnaði lögreglu við handtökuna vakið athygli á íslenska svæðinu á samfélagsmiðlinum Reddit. „5 löggubílar, 11 löggur,“ stendur í myndbandinu sem sýnir mikinn fjölda af löggum á bílastæðinu. Í frétt Vísis segir að maðurinn neitaði að verða við tilmælum lögreglu og því hafi maðurinn uppskorið barning frá þeim. Þá var hann tekinn niður í jörðina og lögreglukonurnar tvær sem héldu honum þar óskuðu eftir frekari aðstoð, sem barst skömmu síðar.

„Hvernig gerist þetta og afhverju?“

Í athugasemdum við myndbandið veltir notandi nokkur því fyrir sér hvers vegna viðbúnaðurinn sé svo mikill. „Getur einhver sem eitthvað veit varðandi löggu mál sagt mér hvers vegna það koma 11 löggur/5 bílar á staðinn? Hvernig hljómar „back-up“ kallið í svona málum? „Við erum tvær hérna að reyna handtaka einn strák, óskum eftir aðstoð“ „Móttekið, sendum 4 bíla á þig!“ Ég skil ekki neitt, eins og í Bandaríkjunum, maður sér þetta oft þar, 20 bílar á móti einum gæja sem stafar engin ógn af. Hvernig gerist þetta, og afhverju?“

Þóra Jónasdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið grunaður um að aka undir áhrifum. Þá hafi hann verið árásargjarn við handtökuna og þess vegna var óskað eftir aðstoð. Hún segir að viðbúnaður lögreglu hafi litið út fyrir að vera mikill vegna þessa en maðurinn er ekki grunaður um frekari brot en akstur undir áhrifum.

Myndbandið af viðbúnaði lögreglu má sjá hér fyrir neðan:

Bara í Breiðholti from Iceland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Föst í óttafangelsi
Fréttir
Í gær

Útgöngubann í Paradís – „Þetta er  hundleiðinlegt til lengdar“

Útgöngubann í Paradís – „Þetta er  hundleiðinlegt til lengdar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að Kári kallar COVID „heiðursveiruna“

Þetta er ástæðan fyrir því að Kári kallar COVID „heiðursveiruna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnin tekin af föðurnum – Drykkjuskapur og sóðalegt húsnæði meðal ástæðna

Börnin tekin af föðurnum – Drykkjuskapur og sóðalegt húsnæði meðal ástæðna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faraldurinn mun koma verst niður á Afríku

Faraldurinn mun koma verst niður á Afríku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Almannavarnir fá toppeinkunn hjá þjóðinni – Ánægja með viðbrögð við COVID-19

Almannavarnir fá toppeinkunn hjá þjóðinni – Ánægja með viðbrögð við COVID-19
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tala smitaðra komin upp í 890 – Sex eru í öndunarvél

Tala smitaðra komin upp í 890 – Sex eru í öndunarvél