fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Fréttir

16 ára sonur Láru tók á móti áfengissendingu – „Hann var ekki spurður um skilríki“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. febrúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára G. Sigurðardóttir læknir átti von á sendingu heim til sín með pósti en maðurinn hennar hafði nýverið pantað sér írskt gin. Sonur hennar, 16 ára, var heima þegar sendingin kom og gat hann tekið á móti henni án vandkvæða. Lára segir frá þessu í skoðanapistli í Fréttablaðinu í dag.

„Elskan, verður þú heima til að taka á móti sendingu því það var tekið fram skýrum stöfum að fullorðinn þyrfti að kvitta?” spurði maðurinn hennar Láru. Hún segist hafa rétt brugðið sér frá og þá var sendingin komin en hún kvittaði ekki undir. „Sextán ára unglingurinn var einn heima og hafði tekið á móti gininu! Hann var ekki spurður um skilríki.“

„Nú erum við komin með nokkra reynslu af að setja ávanabindandi efni í hendurnar á einkasöluaðilum,“ segir Lára. „Niðurstaðan er sú að Neytendastofa hefur varla undan að uppræta ólöglegan styrkleika af nikótínvörum sem geta verið skaðlegar börnum og unglingum.“

Lára segir þá að miðað við höfðatölu er talið aðum 60 þúsund Íslendingar glími við áfengisvandda og af þeim séu 22 þúsund sem leita sér aðstoðar. „Þá er ótalin þjáning af völdum eymdar, ofbeldis, lögbrota, veikindadaga, lifrarsjúkdóma, krabbameina og annarra sjúkdóma sem rekja má til áfengisneyslu.“

„Ef vínmenning er til, þá er henni lýst hér að ofan í hnotskurn,“ segir Lára og bendir á að það virðist vera sem sumir þingmenn svífi um í eilífum dansi með víngoðinu Dionysos. „Ætla þeir að dansa þar til áfengi flæðir yfir þjóðina og dregur úr henni alla dómgreind?“ spyr hún.

„Undir bergmáli fjölmiðlaumræðu um vanda heilbrigðiskerfisins hvíslar rödd Apollo, goð skynsemi og lækninga sem leggur vernd yfir ungdóminn, að tillagan um að rýmka til í sölu áfengis sé ekki það sem við þurfum á að halda núna.“

Að lokum segir Lára að dansinn við Dionysos sé orðinn þreytandi. „Ég vil sjá næstu spor tekin í átt að bættri lýðheilsu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Margrét Gnarr sýnir hvernig er hægt að æfa með ferðatösku

Margrét Gnarr sýnir hvernig er hægt að æfa með ferðatösku
Fréttir
Í gær

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ískyggilegt ástand hjá hjúkrunarfræðingum í COVID-faraldrinum – Sumir sofa aðeins tvo tíma á sólarhring

Ískyggilegt ástand hjá hjúkrunarfræðingum í COVID-faraldrinum – Sumir sofa aðeins tvo tíma á sólarhring
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“