fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Fréttir

Bjarni í Silfrinu: „Það kostaði blóð svita og tár að komast til valda“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. febrúar 2020 13:04

Bjarni Benediktsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Silfrinu fyrr í dag að hann ætlar ekki að hætta sem formaður flokksins á næstunni. Margir hafa spáð því að hann hyggðist hætta fyrir næstu kosningar, sem eru fyrirhugaðar á næsta ári.

Bjarni telur sig njóta stuðnings og er því ekkert fararsnið á honum. „Mér líður þannig að ég sé ekki búinn. Að ég hafi stuðning. Að það sé verk að vinna. Að okkur hafi tekist vel við að fást við afleiðingar fjármálahruns. Að við séum komin á góðan stað og séum farin að horfa til framtíðar. Mér líður vel með það að við séum ekki að tala um höft, skuldastöðu heimilanna, skuldauppgjör fyrirtækja, hallarekstur ríkissjóðs og skuldavanda hans. Heldur að við stöndum á ákveðnum kletti og séum að horfa til framtíðar,“ sagði Bjarni.

Bjarni sagði enn fremur að hann myndi óska þess að kosningar verði haustið 2021. „Ef ég á að segja hug minn allan þá kostaði það blóð svita og tár að komast til valda. Afhverju í ósköpunum ætti maður að gefa það frá sér hálfu ári áður en lög segja til um. Mér finnst ekkert vandamál að kjósa að hausti til. Það hefur bara gengið ágætlega. En ef það verður niðurstaðan að það sé betra út af taktinum gagnvart fjárlögum eða öðru að kjósa að vori þá getur vel verið að það verði niðurstaðan. Eða að menn hafa ekki úthald til að ljúka stjórnarsamstarfinu. Það finnst mér ólíklegt. Í stuttu máli þá vildi ég kjósa að hausti 2021,“ sagði Bjarni.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Margrét Gnarr sýnir hvernig er hægt að æfa með ferðatösku

Margrét Gnarr sýnir hvernig er hægt að æfa með ferðatösku
Fréttir
Í gær

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ískyggilegt ástand hjá hjúkrunarfræðingum í COVID-faraldrinum – Sumir sofa aðeins tvo tíma á sólarhring

Ískyggilegt ástand hjá hjúkrunarfræðingum í COVID-faraldrinum – Sumir sofa aðeins tvo tíma á sólarhring
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“