fbpx
Fimmtudagur 28.maí 2020
Fréttir

Sölvi er látinn: „Þar skiptust á skin og skúrir, von og vonleysi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. febrúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Jónsson, tónlistarmaður, skáld og hugsjónamaður svo fátt eitt sé nefnt, er látinn, 44 ára að aldri.

Síðustu árin þjáðist Sölvi mjög af verkjum í kjölfar hnjáaðgerðar. Hann leitaði sér lækninga af ákafa og en svo fór að hann þoldi ekki lengur ástandið og sá aðeins eina leið út. Veikindi Sölva, sem var jarðsettur kl. 13 í dag, koma nokkuð við sögu í minningargreinum um hann í Morgunblaðinu í dag.

Til dæmis skrifar Magnús Skarphéðinsson: „Vinur okkar Sölvi Jónsson hefur lokið þessu stutta en því miður frekar erfiða jarðlífi sínu, aðeins 44 ára. Og það var hans eigin ákvörðun að því yrði lokið nú. Og ég get ekki annað en skilið hana í ljósi þeirra stanslausu líkamlegu þjáninga sem hann var kominn í. Hann sagði mér þessa ákvörðun sína örfáum dögum áður í síma af mikilli yfirvegun. Og röksemdir mínar um hið gagnstæða höfðu þar engin áhrif.“

Magnús varpar sökinni að nokkru á heilbrigðiskerfið: „Þetta auma og rándýra heilbrigðiskerfi gat hvorki læknað líkamleg mein Sölva, manns á besta aldri, né gefið honum neina von. Það eina sem það gat var að leggja sig í líma við að rífa af honum sem öðrum trúna. Trúna á einhvern æðri tilgang. Trúna á einhvern sem hægt var að biðja til og tala við, þótt maður heyri ekki alltaf svörin beint.“

Annar vinur Sölva skrifar: „Sölvi var þjáður í kjölfar aðgerðar á hné. Hann var útsjónarsamur við leit að aðferðum til að bæta líðan sína, þar skiptust á skin og skúrir, von og vonleysi.“

Skapandi hugsjónamaður með sérstæðar hugmyndir

Unnusta Sölva, Katrín Mixa, minnist hans bæði í grein á Facebook og nokkuð styttri minningarorðum í Morgunblaðinu, en Sölvi og Katrín voru par frá árinu 2016. Katrín fer nokkuð yfir skapandi hlið Sölva. Hann samdi yfir 200 lög, hannaði borðspil og skrifaði skáldverk. Þeir sem þekkja vel til Sölva bera margir lof á verk hans en eins og margir aðrir listamenn naut hann lítillar viðurkenningar.

Sölvi var afar sjálfstæður í hugsun og fari og tamdi sér lífsstíl utan alfaraleiðar eins og Katrín hefur orð á:

„Hann hafði allt annan lífstakt en við eigum að venjast, lagði ökuskírteininu og neyslu dýraafurða, leigði geisladiska af bókasafninu og neitaði að fá sér snjallsíma. Þessi taktur gekk í góðu samræmi við stóíkina yfir honum. Hún gerði mér mjög gott. Hún sýndi sig líka gagnvart dúndursjarmerandi síbrosandi syni hans.“

Katrín segir í stuttu samtali við DV að henni hafi fallið hugmyndir og kenningar Sölva um tilveruna misvel. „Hann skók hjá manni haus og heimsmynd og sumt var erfiðara en annað að fallast á.“ Það tók líka tíma fyrir Katrínu að átta sig á persónuleika Sölva:

„Ég lærði að hann var með langlundargeð en ekki stóíkina sem ég upplifði fyrst, var jafnlyndur en samt með skap. Samt skipti hann aldrei skapi. Merkilegt, illskiljanlegt, ekki satt? Ég get bara afsakað mótsögnina með því að hann var þetta mikið engum líkur. Hann taldi sig sjá í gegnum stórar sögulegar lygar, vildi að heimurinn vaknaði til vitundar, enda myndi hann öðruvísi verða meiri illsku að bráð, – hann skipti samt aldrei um tóntegund. Ofan í þetta var hann ótrúlega ástríkur. Hann fann ýmsar leiðir til að tjá ást sína á mér, sveigjanleikinn var mikill, einlægnin þvílíkt dúndur án þess að hann væri nokkuð í líkingu við undirlægju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Meintur lygari laus úr haldi

Meintur lygari laus úr haldi
Fréttir
Í gær

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur

Meintur barnaníðingur liðlega tvítugur – Níðingar á öllum aldri segir sérfræðingur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Borgarlínu geta kostað 250 milljarða – „Það eru ekki peningar í þetta““

Segir Borgarlínu geta kostað 250 milljarða – „Það eru ekki peningar í þetta““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stór hópur ungmenna í vímuefnavanda féll í COVID-19 faraldrinum

Stór hópur ungmenna í vímuefnavanda féll í COVID-19 faraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fáðu já slær í gegn í Slóveníu – breytti viðhorfi unglingspilta

Fáðu já slær í gegn í Slóveníu – breytti viðhorfi unglingspilta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kenning Þórólfs reyndist rétt: „Það er búið að staðfesta það“

Kenning Þórólfs reyndist rétt: „Það er búið að staðfesta það“