fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Fréttir

Lögreglu tilkynnt um hávaða í miðborginni – Í ljós kom að heimafæðing var í gangi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. febrúar 2020 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um hávaða frá íbúð í miðborginni rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Lögregla fær reglulega tilkynningar um hávaða í heimahúsum og er þá oftar en ekki partýhaldi um að kenna. Ekkert partý reyndist vera í þessari tilteknu íbúð því þarna var heimafæðing í gangi. Ekki koma frekari upplýsingar fram um þetta  óvenjulega mál í dagbók lögreglu í morgun.

Lögregla hafði afskipti af hvalaskoðunarskipi sem Landhelgisgæslan færði til hafnar í Reykjavík í gærkvöldi vegna gruns um brot á siglingalögum og farþegafjölda. Um svipað leyti, á tólfta tímanum, var tilkynnt um innbrot í nokkrar geymslur fjölbýlishúss í Hlíðahverfi. Ekki er vitað nákvæmlega hverju var stolið en meðal þess sem íbúar söknuðu má nefna áfengi og myndavél með tilheyrandi búnaði.

Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um líkamsárás og rán í Kópavogi. Þar var ráðist á mann og síminn hans tekinn af honum. Maður sem grunaður er um árásina var handtekinn síðar um nóttina og vistaður í fangageymslu. Þá var tilkynnt um mikinn eld í húsi við Vesturvör í Kópavogi. Eldur logaði í þaki hússins og stóð slökkvistarf yfir fram eftir morgni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Faraldurinn er á niðurleið – „Getum glaðst yfir þeirri stöðu sem við erum í“

Faraldurinn er á niðurleið – „Getum glaðst yfir þeirri stöðu sem við erum í“
Fréttir
Í gær

Sex á einu heimili í Seljahverfi með COVID-19

Sex á einu heimili í Seljahverfi með COVID-19
Fréttir
Í gær

Sparkaði í bifreiðar í miðborginni – Átti að vera í sóttkví og því kærður fyrir brot á sóttvarnarlögum

Sparkaði í bifreiðar í miðborginni – Átti að vera í sóttkví og því kærður fyrir brot á sóttvarnarlögum
Fréttir
Í gær

Sjómennirnir sem skáru sporðinn af hákarli ljóstra upp leyndarmáli Matvælastofnunar

Sjómennirnir sem skáru sporðinn af hákarli ljóstra upp leyndarmáli Matvælastofnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tengja aukið heimilisofbeldi vegna COVID-19 við dauðsföll tveggja kvenna

Tengja aukið heimilisofbeldi vegna COVID-19 við dauðsföll tveggja kvenna