fbpx
Föstudagur 10.apríl 2020
Fréttir

Frosti lætur af störfum hjá ORF Líftækni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 21. febrúar 2020 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Ólafsson hefur óskað eftir að láta af störfum hjá ORF Líftækni. Í fréttatilkynningu frá félaginu er farið yfir glæstan feril Frosta hjá ORF Líftækni og greint frá því að ORF leiti nú að arftaka Frosta í starfið:

„Hann hefur starfað sem forstjóri fyrirtækisins frá ársbyrjun 2017. Á þeim þremur árum sem Frosti hefur leitt starfsemi ORF Líftækni hafa heildartekjur ríflega tvöfaldast og félagið styrkt stöðu sína sem þekkingarfyrirtæki í fremstu röð á Íslandi.

Stjórn ORF Líftækni hefur þegar hafist handa við að finna nýjan forstjóra. Frosti mun áfram sinna starfinu þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn og verður jafnframt stjórn félagsins og stjórnendum innan handar næstu misserin.

„Það hafa verið forréttindi að fá að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað hjá ORF Líftækni. Við höfum varið síðustu árum í að efla innviði fyrirtækisins samhliða því að styrkja sölu okkar og vörumerki á erlendri grundu. Sú vegferð hefur gengið vel og framundan er næsti kafli í vaxtaferli fyrirtækisins. Ég taldi þetta góðan tímapunkt til að afhenda keflið til nýs aðila og verja meiri tíma með fjölskyldunni minni og einbeita mér að eigin verkefnum. Ég er þakklátur stjórn félagsins fyrir að sýna þeirri afstöðu minni skilning. Mig langar jafnframt að þakka sérstaklega öllu því frábæra starfsfólki sem ég hef unnið með og eru undirstaða þeirrar miklu verðmætasköpunar sem félagið stendur undir,“ segir Frosti.

Sigtryggur Hilmarsson, stjórnarformaður ORF Líftækni, þakkar Frosta fyrir hans framlag til uppbyggingar félagsins. „Fyrir hönd stjórnar vil ég þakka Frosta fyrir ánægjulegt samstarf og hans mikilvæga framlag til uppbyggingar félagsins á undanförnum árum.  Staða þess hefur aldrei verið sterkari og það eru spennandi tækifæri sem bíða nýs forstjóra. Við óskum Frosta alls hins besta á nýjum vettvangi,“ segir Sigtryggur.

Um ORF Líftækni:

ORF Líftækni er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í plöntulíftækni. Fyrirtækið framleiðir og selur sérvirk prótein sem notuð eru sem innihaldsefni í BIOEFFECT húðvörurnar, við læknisfræðilegar rannsóknir og í önnur þróunarverkefni fyrirtækisins. ORF hefur þróað tækni til að framleiða slík prótein í byggi, en aðferðin er afrakstur tveggja áratuga vísinda- og þróunarstarfs. BIOEFFECT vörurnar hafa fengið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir virkni og gæði og eru núna seldar í 28 löndum. Hjá ORF Líftækni og dótturfyrirtækjum þess starfa ríflega 70 manns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Eiginkona „steypubílstjórans“ á leið í meðferð – „Við þurfum bæði að byggja okkur upp“

Eiginkona „steypubílstjórans“ á leið í meðferð – „Við þurfum bæði að byggja okkur upp“
Fréttir
Í gær

Faraldurinn er á niðurleið – „Getum glaðst yfir þeirri stöðu sem við erum í“

Faraldurinn er á niðurleið – „Getum glaðst yfir þeirri stöðu sem við erum í“
Fréttir
Í gær

Grunaður innbrotsþjófur handtekinn – Farþegi í strætisvagni slasaðist

Grunaður innbrotsþjófur handtekinn – Farþegi í strætisvagni slasaðist
Fréttir
Í gær

Sparkaði í bifreiðar í miðborginni – Átti að vera í sóttkví og því kærður fyrir brot á sóttvarnarlögum

Sparkaði í bifreiðar í miðborginni – Átti að vera í sóttkví og því kærður fyrir brot á sóttvarnarlögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íhuga að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár – Telja Landsvirkjun hafa stundað vörusvik

Íhuga að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár – Telja Landsvirkjun hafa stundað vörusvik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faraldursfræðingur segir Íslendinga enn vera á rangri leið og spálíkönin röng

Faraldursfræðingur segir Íslendinga enn vera á rangri leið og spálíkönin röng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvíst með möguleika á heimkomu eftir páska

Óvíst með möguleika á heimkomu eftir páska