fbpx
Fimmtudagur 02.apríl 2020
Fréttir

Piltar báðust afsökunar eftir að hafa kastað flugeldi inn um bréfalúgu á Suðurnesjum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrir piltar urðu uppvísir að því að kasta flugeldi inn um bréfalúgu á íbúðarhúsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um síðustu helgi. Að sögn lögreglu kviknaði eldur í mottu í anddyrinu í kjölfarið. Húsráðandi var sem betur fer snar í snúningum því hann braut mottuna saman yfir flugeldinn og kastaði henni út.

„Lögreglumenn ræddu alvarlega við piltana og aðstandendur þeirra. Báðu piltarnir húsráðendur síðan afsökunar en tilkynning um athæfi þeirra var send til barnaverndar,“ segir í skeyti lögreglunnar.

Fyrir utan þetta hafa nokkrar tilkynningar um slys borist lögreglunni á Suðurnesjum á síðustu dögum. Þannig var kona flutt með sjúkrabifreið til læknis eftir slys í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Konan gekk á töskukerru með þeim afleiðingum að hún hrasaði og slasaðist á hné. Önnur kona sem var að tína spegilbrot upp af gólfi skarst illa á hendi og var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Karlmaður sem hélt ásamt öðrum á þakplötu sem fokið hafði í óveðrinu fyrir helgi varð fyrir því óhappi að vindhviða feykti honum til svo að hann datt og rotaðist. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á HSS til skoðunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Smitrakningar smáforrit verður tilbúið á morgun – Byggir á tvöföldu samþykki

Smitrakningar smáforrit verður tilbúið á morgun – Byggir á tvöföldu samþykki
Fréttir
Í gær

Lögreglan óskar eftir þinni aðstoð – Hefur þú séð þennan bíl?

Lögreglan óskar eftir þinni aðstoð – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar langveikra barna fá ekki greitt fyrir verndarsóttkví þrátt fyrir ráðleggingar Landlæknis

Foreldrar langveikra barna fá ekki greitt fyrir verndarsóttkví þrátt fyrir ráðleggingar Landlæknis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landhelgisgæslan flaug með COVID-19 sýni

Landhelgisgæslan flaug með COVID-19 sýni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur fæddi barn í Rússlandi en maðurinn hennar fær hvorki að sjá hana né barnið: „100% sammála þessum aðgerðum“

Hildur fæddi barn í Rússlandi en maðurinn hennar fær hvorki að sjá hana né barnið: „100% sammála þessum aðgerðum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

30 refsidómar gætu fyrnst á árinu

30 refsidómar gætu fyrnst á árinu