fbpx
Fimmtudagur 09.apríl 2020
Fréttir

Ung íslensk kona ákærð fyrir stórfelld skattalagabrot og peningaþvætti – Mamma lagði háa summu inn á reikninginn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega þrítug kona hefur verið ákærð fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og fyrir peningaþvætti. Aðalmeðferð í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur verður þann 9. mars næstkomandi.

Konan gerði ekki grein fyrir háum millifærslum frá móður sinni inn á reikning hennar, sem og háum innborgunum í reiðufé á reikning hennar. Vanframtaldar tekjur konunnar á árunum 2015 til 2017 nema samtals rúmlega 32 milljónum króna og vangreiddur skattur er yfir 13 milljónir.

Ekkert kemur fram í ákærunni um með hvaða hætti konan kann að hafa aflað sér þessara miklu tekna. Konan er bæði sökuð um að hafa komið sér hjá því að greiða tekjuskatt af háum tekjum og að hafa nýtt sér ávinning af brotum.

Ákærandi í málinu er héraðssaksóknari sem krefst þess að konan verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í miðbænum

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íhuga að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár – Telja Landsvirkjun hafa stundað vörusvik

Íhuga að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár – Telja Landsvirkjun hafa stundað vörusvik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BHM lokar orlofshúsunum yfir páskana

BHM lokar orlofshúsunum yfir páskana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífeindafræðingur komst ekki til að taka sýni út af ferðagleði landsmanna – „Erum við í alvöru svona sjálfhverf?“

Lífeindafræðingur komst ekki til að taka sýni út af ferðagleði landsmanna – „Erum við í alvöru svona sjálfhverf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sterkur grunur á að andlát konunnar í Sandgerði hafi borið að með saknæmum hætti

Sterkur grunur á að andlát konunnar í Sandgerði hafi borið að með saknæmum hætti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Gissurar: „Mikill meistari er fallinn frá“

Margir minnast Gissurar: „Mikill meistari er fallinn frá“