fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Þórarinn stefnir Bjarna Ben og íslenska ríkinu – Var haldið í gæsluvarðhaldi í þrjá daga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Helgi Agnarsson, 33 ára gamall maður úr Snæfellsbæ, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna gæsluvarðhalds sem hann þurfti að sæta í þrjá daga í byrjun árs 2018. Í stefnu frá lögfræðingi mannsins er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nafngreindur og tilgreindur sem fyrirsvarsmaður ríkisins í málinu. Þess má geta að algengt er að ráðherrum sé stefnt fyrir hönd ríkisins þegar höfðað er mál gegn ríkinu.

Þórarinn neitaði ávallt sök í því máli sem hann var grunaður um brot í og var tilefni gæsluvarðhaldsins. Rannsókn á því máli var hins vegar felld niður.

Málavextir eru þeir að á nýársdag árið 2018 handtók lögregla Þórarin „vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna án ökuréttinda, á stolnu ökutæki sem í var ætlað þýfi og fyrir brot á lyfjalögum,“ eins og segir í stefnunni. Þórarinn játaði á sig akstur undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda en hann neitaði hins vegar ásökunum um þjófnað. Segir um þetta eftirfarandi í stefnunni:

„Stefnandi var auk þess talinn vera viðriðinn innbrot og þjófnað á verkstæði við Súðuvog 38 í Reykjavík en þar hafði verið brotist inn og bíllyklar teknir úr lyklaboxi. Lyklarnir hafi gengið að þremur bílum sem staðið hefðu fyrir utan verkstæðið en þeim bílum hafði verið stolið. Bifreiðarnar voru einkenndar með skráningarnúmerunum IR-N45, KB-N00 og PD-U14. Eigandi verkstæðisins við Súðuvog hafði í kjölfarið fundið eina af stolnu bifreiðunum, KB-N00 og hafði óskað eftir dráttarbifreið til þess að sækja bifreiðina en þá hefðu tveir menn komið aðvífandi á annarri af bifreiðunum sem stolið hafði verið, IR-N45. Þegar eigandi verkstæðisins gerði sig líklegan til þess að ná af mönnunum tali tók annar þeirra á rás á meðan hinn keyrði bifreiðina IR-N45 á brott. Eigandinn veitti honum eftirför og var ökumaðurinn, sem reyndist vera stefnandi, handtekinn af lögreglu eftir að hafa ekið bifreiðinni að bifreiðastæði við Glæsibæ. Við leit í bifreiðinni fannst talsvert magn af munum sem lögregla áætlaði sem þýfi.“

Þó að Þórarinn harðneitaði að hafa tekið þátt í þjófnaðarbroti (en játaði á sig önnur brot) var gerð krafa um að hann sætti gæsluvarðhaldi. „Gerði hann það lögreglu skýrt að hann hafði ekki stolið neinum bíl og hefði hann ekki komið að ákvörðun um að stela bílum. Stefnandi væri einungis fastur í aðstæðum sem hann væri að reyna að koma sér út úr,“ segir um þetta í stefnunni.

Var Þórarni haldið í gæsluvarðhaldi í þrjá daga en síðan var rannsókn á málinu felld niður.

Gerir kröfu um skaðabætur vegna meintrar ólöglegrar frelsissviptingar

Samkvæmt lögum á maður rétt á skaðabótum fyrir fjárhagslegt tjón sem hann hlýtur vegna aðgerða yfirvalda, er bent á í stefnunni. Stefnandi byggir kröfur sínar einnig á því að frelsissvipting sé skilgreind í lögum sem alvarleg skerðing á mannréttindum, „þ.m.t. persónufrelsi, friðhelgi heimilis og eignaréttar,  og sú þvingunarráðstöfun í þágu rannsóknar sakamáls sem almennt verði talin ganga lengst í þeim efnum.“

Þórarinn gerir kröfu um 2,5 milljón króna í skaðabætur.

Aðalmeðferð í málinu verður í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 4. mars næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu