fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Ný vending í íslensku morðmáli – Var Þráinn viðriðinn málið? – „Ég var bara krakki“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 10:20

Valgeir Skagfjörð (til vinstri) hefur áður tjáð sig um þessa reynslu - Karl Steinar Valsson (til hægri) er yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigursteinn Mássonn fjölmiðlamaður telur sig hafa fundið nýja vísbendingu í óupplýstu morðmáli frá árinu 1968 en þá var leigubílsstjórinn Gunnar Sigurður Tryggvason myrtur í bíl sínum við Laugalæk.

Sigursteinn sagði frá þessu í Kastljósi í gærkvöldi. Þar kom einnig fram að lögreglan hefði tilefni til að hefja aftur rannsókn á málinu og að lögreglan sé með öll gögn frá þáttastjórnendum undir höndum. Fréttablaðið fjallaði um málið í gærkvöldi.

Gefin var út bók um morðið árið 2007 en í bókinni kemur fram að Gunnar hafi verið skotinn í höfuðið og að morðið hafi verið mjög óvenjulegt þar sem það virtist vera um ránmorð að ræða. Á vettvangi morðsins fannst skothylki úr 32 kalíbera skammbyssu en seinna kom í ljós að byssunni hafði verið stolið af heimili hótelstjóra Hótels Borg.

Bentu bæði á sömu myndina

Sigursteinn Másson
Sigursteinn Másson

Sigursteinn fjallaði nýlega um mál Gunnars í þáttunum Sönn íslensk sakamál á Storytel. Í þættinum er fjallað um frásögn Valgeirs Skagfjörð og Sigurbjargar Steindórsdóttur, hálfsystur hans, frá árinu 1969. Sem börnum var þeim ógnað af manni sem vopnaður var skammbyssu. Sá maður kynnti sig og sagðist heita Þráinn en Sigurstein grunar að það hafi verið Þráinn Hleinar Kristjánsson sem lést fyrir tveimur árum. Sá Þráinn varð nágranna sínum að bana á Hverfisgötu árið 1979.

Sigursteinn telur að ákveðin líkindi séu með þessum tveimur morðum en þó tekur hann fram að ekki sé hægt að fullyrða um það. Hann setti upp sína eigin sakbendingu og sýndi systkinunum Valgeiri og Sigurbjörgu sex myndir þar sem ein myndin var af Þránni. Öllum þessum árum síðar bentu bæði Valgeir og Sigurbjörg á myndina af Þráni.

„Þá kom allt í einu ein­hver maður inn í í­búðina okkar“

Valgeir ræddi við DV árið 2010 um það þegar maðurinn kom vopnaður á heimili þeirra. Þá var Valgeir á þrettánda ári en hann sagðist tengjast málinu á tvo vegu.

„Ég tengist þessu annars vegar þannig að mamma mín og sá sem var hand­tekinn fyrir morðið voru æsku­vinir. Hann var leigu­bíl­stjóri og í raun heimilis­vinur og skutlaði okkur krökkunum oft eitt­hvert ef á þurfti að halda.

Valgeir Skagfjörð. Ljósmynd: DV/Hanna

Mamma var mjög veik manneskja, var virkur alkó­hól­isti og átti við geð­truflanir að stríða, og án þess að í­grunda það eitt­hvað á­kvað hún að gerast mál­svari vinar síns. Hún bjó til fjar­vistar­sönnun fyrir hann í þeirri von að hann yrði látinn laus, bjó til ein­hverjar sögur og flækti málin frekar en hitt. Þetta var ofsa­lega leiðin­legt og var ekki til þess að bæta þá ó­vissu sem ríkti í málinu.

Svo var það einn sunnu­dags­morgun, um ári eftir morðið, að mamma var ein­hvers staðar úti á djammi og ég og yngri systir mín því ein heima. Þá kom allt í einu ein­hver maður inn í í­búðina okkar. Hann gekk bara inn, settist við eld­hús­borðið okkar og dró upp skamm­byssu. Ég man að ég varð of­boðs­lega hræddur.“

„Ég var bara krakki“

Þá segir Valgeir að maðurinn hafi sýnt honum byssuna og síðar sagt við Valgeir að hann hafi myrt leigubílstjórann Gunnar. „Mér skilst að byssan sem notuð var við morðið hafi gengið á milli manna, og það eru líkur á því að byssan sem maðurinn var með hafi verið sú byssa, án þess að ég viti það fyrir víst. Byssan sem var notuð við morðið var víst úr safni Jóhannesar á Borg sem var mikill byssu­safnari. Grunurinn beindist að þessum vini mömmu af því að hann hafði verið að vinna um tíma hjá Jóhannesi á Hótel Borg.“

Síðar sá Valgeir myndir af morðvopninu í blöðunum en hann telur að sú byssa sé sú sama og Þráinn kom með inn á heimili hans. „Ég get auð­vitað ekki dæmt um það, ég var bara krakki. En ég á­kvað samt að segja frá minni upp­lifun af þessu máli,“ sagði Valgeir í samtali við DV.

Í Kastljósi sagði Sigursteinn að ekki væri hægt að fullyrða um sekt Þráins en þó væri um að ræða mjög sterka vísbendingu. „Ég er ekki með þessu að segja að þetta sé maðurinn sem varð Gunnari Tryggva­syni að bana. Það er full á­stæða til í ljósi þessara upp­lýsinga að skoða þetta betur. Nú er þessi maður sem að hugsan­lega mögu­lega ógnaði syst­kinunum, hann er látinn. Hann verður ekki sóttur til saka héðan í frá. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að það var annar maður í 11 mánuði í gæslu­varð­haldi grunaður um morðið á Gunnari á sínum tíma. Hans fjöl­skylda, börn og barna­börn eiga líka rétt á því að fá að vita hvað raun­veru­lega gerðist þarna ef mögu­leiki er að varpa frekara ljósi á málið.“

Karl Steinar Vals­son, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, mætti einnig sem gestur í þættinum af Kastljósi. Þar sagði hann að lögreglan væri búin að taka fund með þáttargerðarfólkinu og fengið gögnin um málið. Eftir að gögnin voru skoðuð þótti ástæða til þess að hefja frumrannsókn að nýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk