fbpx
Föstudagur 10.apríl 2020
Fréttir

Horft til Íslands með staðsetningu nýrrar ofurtölvu bresku veðurstofunnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 08:00

Ofurtölva frá IBM. Mynd:Argonne National Laboratory/Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska veðurstofan ætlar að byggja nýja ofurtölvu á árunum 2022 til 2032. Hún verður átjánfalt öflugri en núverandi tölva veðurstofunnar og um leið langstærsta framkvæmd hennar til þessa. Áætlaður kostnaður við verkefnið í heild er 1,2 milljarðar punda en það svarar til tæplega 200 milljarða íslenskra króna. Hugsanlega verður tölvan staðsett hér á landi en veðurstofan horfir aðallega til Noregs og Íslands varðandi staðsetningu hennar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að í upphafi sé talið að raforkuþörfin verði 7 MW en muni hugsanlega margfaldast þegar fram líður. Blaðið segir að nefnt hafi verið að 14 ára þjónustusamningur verði gerður og að stefnt sé að því að ljúka málinu fyrir 2022.

Tölvan á að geta reiknað út veðurspár með betri og afmarkaðri hætti en hægt hefur verið fram að þessu. Einnig á að nota hana til langtímarannsókna. Helsta rannsóknarverkefnið er hlýnun jarðar og áhrif hlýnunarinnar til langs tíma.

Fram að þessu hafa allar ofurtölvur bresku veðurstofunnar verið í Bretlandi en stefnir í að breyting verði á. Tölvur sem þessar þurfa mikla orku og því er horft til Evrópska efnahagssvæðisins um hýsingu hennar þar sem hægt er að fá aðgang að hreinum orkugjöfum.

Frá 2016 hefur ofurtölva dönsku veðurstofunnar verið staðsett hér á landi en sú tölva þrefaldaði reiknigetu veðurstofunnar.  Veðurstofa Íslands sér um innviðina tengdum þeim rekstri, til dæmis að afla rafmagns, sjá um kælingu og annað þess háttar. Danir sjá um að stýra tölvunni.

Fréttablaðið hefur eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, að í ráðuneytinu sé fylgst vel með málinu og að hann hafi falið sendiráðinu í Lundúnum að að fylgjast með þeim möguleikum sem geta hugsanlega opnast fyrir Íslendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Eiginkona „steypubílstjórans“ á leið í meðferð – „Við þurfum bæði að byggja okkur upp“

Eiginkona „steypubílstjórans“ á leið í meðferð – „Við þurfum bæði að byggja okkur upp“
Fréttir
Í gær

Faraldurinn er á niðurleið – „Getum glaðst yfir þeirri stöðu sem við erum í“

Faraldurinn er á niðurleið – „Getum glaðst yfir þeirri stöðu sem við erum í“
Fréttir
Í gær

Grunaður innbrotsþjófur handtekinn – Farþegi í strætisvagni slasaðist

Grunaður innbrotsþjófur handtekinn – Farþegi í strætisvagni slasaðist
Fréttir
Í gær

Sparkaði í bifreiðar í miðborginni – Átti að vera í sóttkví og því kærður fyrir brot á sóttvarnarlögum

Sparkaði í bifreiðar í miðborginni – Átti að vera í sóttkví og því kærður fyrir brot á sóttvarnarlögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íhuga að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár – Telja Landsvirkjun hafa stundað vörusvik

Íhuga að loka álverinu í Straumsvík í tvö ár – Telja Landsvirkjun hafa stundað vörusvik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faraldursfræðingur segir Íslendinga enn vera á rangri leið og spálíkönin röng

Faraldursfræðingur segir Íslendinga enn vera á rangri leið og spálíkönin röng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvíst með möguleika á heimkomu eftir páska

Óvíst með möguleika á heimkomu eftir páska