fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur meikar ekki skætinginn: Fengið sig fullsaddan af uppnefnum – „Sófakommi“ og „pabbastrákur“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2020 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson, rithöfundur, tónlistarmaður og fyrrverandi stjórnmálamaður, leggur fram kröfugerð í nokkuð gamansömum pistli sem birtist í Fréttablaðinu í dag.

Hann nefnir 13 atriði þar sem hann krefst úrbóta svo lífsskilyrði hans batni. Þar á meðal hann krefst hann að almenningur hætti skætingi á samfélagsmiðlum og nefnir sem dæmi þegar menn eru uppnefndir „pabbastrákar“. Guðmundur er sonur Steingríms heitins Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra.

„Það eru margar kröfugerðirnar um þessar mundir. Um hækkun lægstu launa, styttingu vinnuvikunnar, lúsa- og njálgálag á leikskólum og alls konar fleira. Vonandi finna hinir deilandi aðilar einhvern snertiflöt og ná að skilja hver annan sem fyrst, svo ekki komi til frekari verkfalla. Hitt er aftur annað: Á þessum kröfugerðartímum er ekki vitlaust fyrir fólk að efna til sjálfsskoðunar og velta fyrir sér út frá eigin brjósti hverjar séu kröfurnar. Hvað vill maður? Það er öllum hollt að velta því fyrir sér og það sem meira er: Fyrir þá sem standa fremst í víglínu kröfugerðanna getur verið athyglisvert að heyra hverjar kröfur annarra eru til lífsins og tilverunnar. Ekki eru nefnilega allir eins,“ segir Guðmundur.

Það fyrsta sem Guðmundur nefnir er fyrrnefndur skætingur. „Að fólk hætti skætingi á samfélagsmiðlum, uppnefnum og fordómum. „Forréttindakonur“, „elíta“, „sófakommi“, „pabbastrákur“. Ég meika þetta ekki. Ég verð dapur og niðurdreginn þegar ég fer inn á suma þræði, og ég vil ekki vera dapur og niðurdreginn. Reglan er þessi: Það sem þú getur ekki sagt við manneskju augliti til auglitis geturðu heldur ekki sagt við hana/um hana á netinu. Svo geri ég þá kröfu að við höfum viðurlögin eins og í slönguspili. Sá sem eys skít á fésinu þarf að fara aftur á byrjunarreit. Engir vinir. Engin læk. Safna þarf öllu aftur,“ segir Guðmundur.

Annað sem Guðmundur krefst eru meiri upplýsingar um sem flest. „Meiri upplýsingar. Ég er stundum verulega týndur í umræðunni um hitt og þetta hér á landi. Nú er til dæmis kjarabarátta í gangi. Ég fæ glefsur upplýsinga héðan og þaðan. Á sorphirðufólk að fá 850 þúsund á mánuði? Eru raunverulega bara einstæðar mæður á lægstu laununum? Hvað með einstæða feður? Meðlagsgreiðendur? Námsmenn sem eru að safna sér fyrir heimsreisu? Er ekki alls konar fólk á lægstu launum? Er ekki hægt að koma til móts við fólk sem á raunverulega erfitt, eins og einstæð foreldri, með öðru móti en einungis launahækkunum, eins og hækkun barnabóta og skattabreytingum? Hlutlaus fréttaskýring væri snilld,“ segir Guðmundur.

Guðmundur segir enn fremur kominn tími á að vinnuveitendur treysti starfsfólki sínu. „Að vinnuveitendur treysti starfsfólki sínu fyrir sveigjanleika. Mér finnst það mjög góð þróun að það eigi að stytta vinnuvikuna. Næsta skref er að hafa vinnu almennt meira verkefnabundna, þegar því er komið við. Að fólki ráði sér meira sjálft,“ segir Guðmundur í sinni níundu kröfu.

Að lokum segir hann að þó þetta sé lagt fram í gamansemi þá sé mikilvægt að vita hvað maður vill. „Þar hafiði það. Þetta hefur auðvitað enga þýðingu. Viðsemjandi minn er enginn og tilhugsunin um að ég fari í verkfall er í besta falli hlægileg. En samt. Það er mikilvægt að vita nokkurn veginn hvað maður vill. Ég hvet aðra til að setja saman sína lista. Og berja í borðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“