fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Lögregla biður fólk að vera heima

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2020 07:30

Mynd: Facebook-síða lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins var virkjuð klukkan fimm í morgun og hafa helstu verkefnin verið á Kjalarnesi og í efri byggðum vegna veðurofsans sem nú gengur yfir.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa vindhviður á Kjalarnesi farið yfir 60 metra á sekúndu á tímabili. „Við biðjum fólk um að halda sig innandyra meðan versta veðrið gengur yfir ef því verður viðkomið,“ segir á Facebook-síðu lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hafa tilkynningar um fok verið að berast frá Kjalarnesi og höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa björgunarsveitir Landsbjargar verið að störfum á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.

Þá hafa rafmagnsbilanir verið á nokkrum stöðum, til dæmis undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, í Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli. Þá er verið að ræsa varaafl í Vestmannaeyjum. Allar leiðir út frá höfuðborgarsvæðinu eru lokaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu