fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Fréttir

Lögregla biður fólk að vera heima

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2020 07:30

Mynd: Facebook-síða lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðgerðarstjórn höfuðborgarsvæðisins var virkjuð klukkan fimm í morgun og hafa helstu verkefnin verið á Kjalarnesi og í efri byggðum vegna veðurofsans sem nú gengur yfir.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa vindhviður á Kjalarnesi farið yfir 60 metra á sekúndu á tímabili. „Við biðjum fólk um að halda sig innandyra meðan versta veðrið gengur yfir ef því verður viðkomið,“ segir á Facebook-síðu lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra hafa tilkynningar um fok verið að berast frá Kjalarnesi og höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa björgunarsveitir Landsbjargar verið að störfum á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum.

Þá hafa rafmagnsbilanir verið á nokkrum stöðum, til dæmis undir Eyjafjöllum, á Rangárvöllum, í Vík og Mýrdal, í Biskupstungum í Hvalfirði og Húsafelli. Þá er verið að ræsa varaafl í Vestmannaeyjum. Allar leiðir út frá höfuðborgarsvæðinu eru lokaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Í gær

Ungar konur gera það gott í barnafatabransanum

Ungar konur gera það gott í barnafatabransanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið: Risastórar öldur á Seltjarnarnesi – „Klikkað“

Sjáðu myndbandið: Risastórar öldur á Seltjarnarnesi – „Klikkað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Siggi missti móður sína í sumar – „Ég öskraði og vissi ekki hvað ég átti við mig að gera“

Siggi missti móður sína í sumar – „Ég öskraði og vissi ekki hvað ég átti við mig að gera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

76 manns smituðust í gær – Lang stærsti dagurinn til þessa

76 manns smituðust í gær – Lang stærsti dagurinn til þessa