fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Fréttir

Íslenskur björgunarsveitarmaður liggur þungt haldinn á spítala í Grikklandi

Auður Ösp
Föstudaginn 14. febrúar 2020 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagbjartur Kr. Brynjarsson fékk hjartaáfall í vinnuferð í Grikklandi þann 29.janúar síðastliðinn. Hann liggur nú þungt haldinn á spítala í Þessalóníku. Hrundið hefur verið af stað söfnun til að styðja við bakið á Dagbjarti og fjölskyldu hans í erfiðleikunum.

Dagbjartur var staddur í Grikklandi á ráðstefnu á vegum samtakanna NetHope. NetHope eigu stærstu hjálparstamtaka í heiminum og vinna að þvítryggja fjarskipti, bæði til að auðvelda hjálparstarf hinna ýmsu samtaka og til þess að hjálpa flóttafólki að vera í samskiptum við fjölskyldu og vini.

Dagbjartur gekk til liðs við NetHope í október 2015 og var eitt af hans fyrstu verkefnum að aðstoða flóttamenn frá Sýrlandi

Síðan þá hefur hann meðal annars unnið með fórnarlömbum náttúruhamfara í Puerto Rico og á Bahamaeyjum og aðstoðað flóttamenn í Norður Úganda. Þá hefur unnið í flóttamannabúðum í Grikklandi.

Fram kemur á heimasíðu söfnunarinnar að Dagbjartur sé mikils metinn starfsmaður en hann hefur meðal annars komið að þjálfun á vegum samtakanna um heim allan.

Á heimasíðu söfnunarinnar kemur fram að Dagbjartur hafi verið staddur í vinnuferð í Grikklandi á vegum NetHope þegar áfallið dundið yfir.

„Við vonumst til að afla fjár fyrir Dagbjartur og fjölskyldu hans til að hjálpa þeim að takast á við kostnaðinn sem fylgir veikindunum, og sömuleiðis tekjutap. Leiðin að bata verður löng. Við bindum allar vonir við að með stuðningi konu sinnar Elsi Rós og dóttur þeirra Emmu Vilborgar þá munum við endurheimta Dagbjart.

Fram kemur að öll framlög renni beint til Dagbjartur og fjölskyldu hans, á reikning sem hefur verið settur upp sérstaklega fyrir söfnunina.

Hægt er að leggja söfnunnni lið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stjórn Icelandair hafnar milljörðunum hennar Ballarin

Stjórn Icelandair hafnar milljörðunum hennar Ballarin
Fréttir
Í gær

„Ég get ekki neitað því að það var svolítið sláandi, sérstaklega árið 2020“

„Ég get ekki neitað því að það var svolítið sláandi, sérstaklega árið 2020“
Fréttir
Í gær

Sex staðfest smit í HR

Sex staðfest smit í HR
Fréttir
Í gær

Sæðisbanki í Reykjavík auglýsir eftir sæðisgjöfum – „Gefðu gjöf í dag“

Sæðisbanki í Reykjavík auglýsir eftir sæðisgjöfum – „Gefðu gjöf í dag“