fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020
Fréttir

Fáheyrður vindur undir Hafnarfjalli: „Held ég geti fullyrt að svona mikill styrkur sé afar fátíður“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2020 11:30

Björgunarsveit að störfum. Myndin tengist ekki frétt beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hef ekki í huganum alla mælingasöguna þarna, en held ég geti fullyrt með vissu að svona mikill styrkur sé afar fátíður, þó svo að þetta sé einn þekktasti hviðustaðurinn við þjóðvegi landsins,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á vef sínum Blika.is.

Þar segir Einar að vindhviða við Hafnarfjall klukkan rúmlega tíu í morgun hafi mælst 71 metri á sekúndu. Það jafngildir 256 kílómetrum á klukkustund. Einar birtir mynd máli sínu til stuðnings en á henni má sjá að vindhviður á svæðinu hafa farið í 50 til 60 metra á sekúndu í morgun.

Þá segir Einar að sunnan- og suðvestanlands byrjar veður að ganga niður um hádegi en norðanlands í eftirmiðdaginn. Íbúar á Vestfjörðum geta búist við slæmu veðri fram á kvöld. Einar segir að lokum að austanlands slotar hríðinni milli klukkan 18 og 21, um leið og hlánar á láglendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Héraðsdómur hafnar kröfu írakskrar fjölskyldu – Óttuðust „valdamikinn hershöfðingja“ vegna ljósmynda úr svallpartíi

Héraðsdómur hafnar kröfu írakskrar fjölskyldu – Óttuðust „valdamikinn hershöfðingja“ vegna ljósmynda úr svallpartíi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

170 Skagamenn enn í sóttkví – Margir neyðast til Reykjavíkur í seinni skimun á morgun

170 Skagamenn enn í sóttkví – Margir neyðast til Reykjavíkur í seinni skimun á morgun
Fréttir
Í gær

Djammið enn í pásu – Pöbbum lokað til 27. september

Djammið enn í pásu – Pöbbum lokað til 27. september
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Mehamn – „Þetta var stórslys, ég ætlaði aldrei að hleypa af“

Harmleikurinn í Mehamn – „Þetta var stórslys, ég ætlaði aldrei að hleypa af“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu eyðilegginguna í Vesturbænum eftir rosalegu öldurnar í gær

Sjáðu eyðilegginguna í Vesturbænum eftir rosalegu öldurnar í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungar konur gera það gott í barnafatabransanum

Ungar konur gera það gott í barnafatabransanum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryndís Schram ósátt með „klámbrellu“ RÚV – „Kvenfjandsamleg – hreinn viðbjóður. Svívirðileg árás“

Bryndís Schram ósátt með „klámbrellu“ RÚV – „Kvenfjandsamleg – hreinn viðbjóður. Svívirðileg árás“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfuðborgarsvæðið rautt: „Það að fara að leita að einhverjum sökudólgi mun ekki skila okkur neinu“

Höfuðborgarsvæðið rautt: „Það að fara að leita að einhverjum sökudólgi mun ekki skila okkur neinu“