Föstudagur 21.febrúar 2020
Fréttir

Dýpsta lægð sögunnar nálgast Ísland – Gæti slegið heimsmet

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 14. febrúar 2020 17:39

Frá Akureyri. Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef það er eitthvað sem hefur – ekki farið framhjá neinum hér landi þá er það óveðrið sem fór hér yfir í dag. Þó svo að veðrið sé farið að hægja á sér þá er sumarið alls ekki á næsta leyti. Það sem virðist þó vera á næsta leyti er ein dýpsta lægð sögunnar en hún nálgast nú Ísland. Blika.is greinir frá þessu.

Samkvæmt spám þá nálgast lægðin Ísland hratt úr suðvestri og ætti hún að fara yfir sunnanvert landið. Vindurinn sem fylgir þessari lægð ætti þó að vera minni en var í dag en þó er spáð vindhraða yfir 20 metrum á sekúndu ásamt úrkomu.

Þrátt fyrir að ekki sé spáð meiri vindhraða en var í dag þá er þessi lægð engu að síður söguleg. Reiknilíkanið sem Blika notar reiknar 915 hPa þrýsting í lægðinni en það er með því lægsta sem hefur sést samkvæmt þeim. Í metabókum eru tvær lægðir sem keppast um titilinn sem dýpsta lægð sögunnar á heimsvísu en báðar náðu þær mestu dýptinni nálægt Íslandi. Veðuráhugamenn munu án efa fylgjast með þessari lægð á morgun og sjá hvort heimsmet verði slegið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

ESB flytur íslenska fjölskyldu aftur til Íslands vegna kórónuveirunnar – Fjölskyldan hefur dvalið í Wuhan-borg

ESB flytur íslenska fjölskyldu aftur til Íslands vegna kórónuveirunnar – Fjölskyldan hefur dvalið í Wuhan-borg
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Martröð Arngríms í Namibíu – Óttaðist að hljóta sömu örlög og samfanginn

Martröð Arngríms í Namibíu – Óttaðist að hljóta sömu örlög og samfanginn
Fréttir
Í gær

Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina breiða út faðminn gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu – En bara „ef það telst ástæða til þess“

Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina breiða út faðminn gagnvart fólki í viðkvæmri stöðu – En bara „ef það telst ástæða til þess“
Fréttir
Í gær

Davíð telur rétt að setja streymisveitum skilyrði til að verja tunguna og menningararfinn

Davíð telur rétt að setja streymisveitum skilyrði til að verja tunguna og menningararfinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyjamenn reiðir Gaupa – Kristinn lýsir hneykslun – „Ásakanir sem ég bíð eftir að Guðjón sanni“

Eyjamenn reiðir Gaupa – Kristinn lýsir hneykslun – „Ásakanir sem ég bíð eftir að Guðjón sanni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Marinó slátrar nýjum höfuðstöðvum Landsbankans og segir þær hrópandi bruðl og hégóma – „Minnisvarði um stórmennskuæði stjórnenda“

Marinó slátrar nýjum höfuðstöðvum Landsbankans og segir þær hrópandi bruðl og hégóma – „Minnisvarði um stórmennskuæði stjórnenda“