fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Ágúst Ólafur í ógöngum við bensínstöð: Björgunarliðið kom úr óvæntri átt

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2020 12:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, komst í hann krappann þegar hann varð bensínlaus rétt áður en hann kom að bensínstöð einni. Nú stendur yfir kjördæmavika á Alþingi og segir Ágúst að þá geti ýmislegt gerst.

„En að vera bensínlaus bókstaflega 5 metrum frá bensíndælunni er nýtt fyrir mér. En björgunarliðið var ekki af verri endanum en hálft Gettu betur lið Menntaskólans í Reykjavík kom eins og kallað og ýtti mér þessa metra. Augljóslega ekki bara andleg stórmenni þar á ferð. Annars verður áhugaverð keppni í kvöld þegar MR mætir Kvennó. Tvö stórveldi þar á ferð en auðvitað mun MR vinna þetta,“ segir Ágúst en hann varð stúdent frá MR árið 1997.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt