fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fréttir

Ólafur Hand stefnir barnsmóður sinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 11:00

Ólafur Hand.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur William Hand, fyrrverandi upplýsingafulltrúi og markaðsstjóri hjá Eimskip, hefur höfðað einkamál á hendur barnsmóður sinni og unnusta hennar. Bæði Ólafur og eiginkona hans höfða einkamál gegn parinu og krefjast skaðabóta sem samkvæmt heimildum DV eru samtals ekki undir þremur milljónum króna.

Málið var þingfest rétt fyrir síðustu jól og verður fyrirtaka í því í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 21. febrúar.

Forsaga málsins er sú að Ólafur var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 19. desember árið 2018 fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni. Atvikið átti sér stað á heimili Ólafs sumarið 2016 er móðirin hugðist sækja dótturina og fara með hana í sumarleyfisdvöl til Indónesíu. Barnsmóðirin, sem fer ein með forsjá barnsins, greindi frá því fyrir dómi að af svörum Ólafs fyrir atvikið teldi hún mega ráða að hann ætlaði ekki að skila barninu í tíma fyrir ferðina þrátt fyrir úrskurð sýslumanns þar um. Vegna þessa og þar sem hún óttaðist viðbrögð hans hafi hún kallað eftir lögreglufylgd.

Barnsmóðirin kom á vettvang með lögreglumanni og sambýlismanni sínum. Hún fór inn í hús Ólafs í óleyfi þegar Ólafur opnaði fyrir henni. Sagði barnsmóðirin í vitnaskýrslu að hún hefði gert það þegar hún heyrði barnið kalla til sín grátandi álengdar. Ólafur var ákærður fyrir að hafa tekið barnsmóðurina hálstaki og þrengt ítrekað að hálsi hennar, hrint henni þannig að hún féll í gólfið, rifið í hár hennar og ýtt henni utan í vegg. Þá er eiginkona Ólafs ákærð fyrir að hafa hlaupið ítrekað á konuna og klórað hana. Hin ákærðu sökuðu barnsmóðurina um húsbrot og ofbeldi á vettvangi. Lögreglan féll hins vegar frá saksókn á hendur barnsmóðurinni og var sú ákvörðun síðar staðfest af ríkissaksóknara.

Ólafur neitaði að hafa tekið barnsmóðurina hálstaki, hrint henni í gólfið eða ýtt henni utan í vegg. Hann segist hins vegar hafa gripið um hana ofarlega og lagt hana niður í gólfið.

Barnsmóðirin kvartaði undan verk í hálsi eftir atvikið, sársauka við að kyngja, hósta, blóðbragði í munni, sem og höfuðverk og verk í herðum og baki. Þá hafi blóð verið í þvagi hennar.

Ólafur var fundinn sekur um líkamsárás á barnsmóður sína, sem og um brot á barnaverndarlögum þar sem dómurinn taldi sannað að dóttir hans hefði orðið vitni að árásinni. Var hann fundinn sekur um að hafa tekið barnsmóður sína hálstaki, þrengt ítrekað að hálsi hennar og hrint henni þannig að hún féll í gólfið – en sýknaður af því að hafa rifið í hár hennar og hrint henni utan í vegg. Var Ólafur dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hann dæmdur til að greiða konunni 400.000 krónur í miskabætur og verjanda sínum um 1,5 milljónir króna.

Eiginkona Ólafs var sýknuð af ákæru um líkamsárás.

Ólafur áfrýjaði málinu til Landsréttar en óvíst er hvenær það mál verður tekið fyrir.

Eiginkonan krefst bóta vegna áfalls og Ólafur vegna atvinnumissis

„Ég tjái mig ekkert um mín mál á þessu stigi,“ sagði Ólafur Hand er DV leitaði eftir viðbrögðum hans og upplýsingum um einkamálið sem hann er að höfða. Barnsmóðir hans neitaði líka að tjá sig við DV og vildi ekki veita miðlinum aðgang að gögnum málsins.

DV hefur hins vegar fengið upplýsingar um meginefni stefnunnar. Barnsmóðir Ólafs og unnusti hennar voru sökuð um húsbrot er þau komu inn á heimili Ólafs til að sækja dóttur hennar og til átaka kom en lögregla og ríkissaksóknari ákváðu að ákæra þau ekki fyrir það. Í einkamálinu krefst eiginkona Ólafs hins vegar skaðabóta vegna áfalls sem hún hafi orðið fyrir við atvikið og meint húsbrot parsins. Samkvæmt heimildum DV bera framlögð gögn hennar um þetta því vitni að hún hafi orðið fyrir áfalli um það leyti sem Ólafur var ákærður fyrir ofbeldi gegn barnsmóðurinni en ekki er atvikið átti sér stað.

Ólafur krefst skaðabóta vegna atvinnumissis og sakar barnsmóðurina um að hafa lekið upplýsingum til fjölmiðla um málið og þar með nafni hans, en dómurinn var birtur nafnhreinsaður á vefsvæði dómstólanna. Rétt er hins vegar að halda því til haga að Ólafur hafði sjálfur stigið fram með áberandi hætti í fjölmiðlum og tjáð sig um deilur sínar við barnsmóður sína um umgengni við barnið. Ólafur segir að ekki sé öðrum til að dreifa en barnsmóðurinni um hver hafi valdið því að upplýsingar um nafn hans sem sakbornings í málinu hafi ratað til fjölmiðla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mikil hætta á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu

Mikil hætta á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Lögmaður telur ólíklegt að OnlyFans-stjörnur verði sóttar til saka fyrir klám – „Væri spennandi fyrir lögmenn að takast á við þetta“

Lögmaður telur ólíklegt að OnlyFans-stjörnur verði sóttar til saka fyrir klám – „Væri spennandi fyrir lögmenn að takast á við þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört