fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Fréttir

Nýjar vísbendingar í máli Jóns Þrastar – Leitað að ákveðnum einstaklingi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 07:30

Jón Þröstur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einkaspæjari, sem unnusta og systir Jóns Þrastar Jónssonar réðu til að rannsaka dularfullt hvarf hans í Dublin á Írlandi fyrir rúmlega ári, hefur fengið nýjar upplýsingar í málinu. Hann leitar nú að ákveðnum einstaklingi sem hann telur geta búið yfir vitneskju í málinu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að einkaspæjarinn, Liam Brady, telji líklegt að viðkomandi einstaklingur sé vistaður í fangelsi í ákveðnu Evrópuríki. Brady staðfesti í samtali við Fréttablaðið að hann og samstarfsmaður hans séu nú að leita að ákveðnum einstaklingi. Brady sagðist telja að viðkomandi geti hugsanlega veitt mikilvægar upplýsingar um hvarf Jóns.

Írska dagblaðið Independent fjallaði um málið á þriðjudaginn og skýrði frá þessum nýju upplýsingum.

„Við erum að vinna með upplýsingar núna sem benda til þess að það sé ákveðinn aðili sem hafi vitneskju um málið.“

Hefur Fréttablaðið eftir Brady. Hann er sagður hafa starfað sem einkaspæjari síðan 1976 og hafi áður rannsakað mannshvörf.

Fjölskylda Jóns Þrastar hefur leitað hans í um eitt ár.

Einnig er haft eftir Brady að hann telji að það geti tekið allt að sex vikur að fá viðtal við fyrrgreindan einstakling. Hann vildi ekki segja í hvaða Evrópuríki hann sé.

„Ég tel góðar líkur á að þessi einstaklingur vilji tala við mig, en get ekki útilokað að hann vilji það ekki.“

Sagði hann og bætti við að mjög líklega hafa fleiri vitneskju um hvarf Jóns Þrastar.

„Írland er ekki stórt land.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Einar kallar Kára „freka kallinn“ – „Þá ferðu ekki að grenja eftirá“

Einar kallar Kára „freka kallinn“ – „Þá ferðu ekki að grenja eftirá“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Blóð úti um allt“ – Lögregla og sjúkralið á Grensásvegi vegna slagsmála

„Blóð úti um allt“ – Lögregla og sjúkralið á Grensásvegi vegna slagsmála
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði dóm yfir barnaníðingi

Landsréttur mildaði dóm yfir barnaníðingi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þriðja hópuppsögnin hjá Íslandshótelum – Mikill meirihluti á uppsagnarfresti

Þriðja hópuppsögnin hjá Íslandshótelum – Mikill meirihluti á uppsagnarfresti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega helmingi starfsmanna Birtings sagt upp – Fjórir blaðamenn fjúka

Rúmlega helmingi starfsmanna Birtings sagt upp – Fjórir blaðamenn fjúka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar